Færsluflokkur: Bloggar

Jólin jólin jólin...

Það er alltaf nóg að gera á "stóru" heimili! Hehe... Þetta var afsökun dagsins fyrir bloggleti Tounge

Hér er bara allt á fullu í jólaundirbúningi, ég nýt þess að vera í fæðingarorlofi og að geta gert hlutina í rólegaheitunum, ekkert stress á þessum bæ... Flestar gjafir komnar í hús og þær sem eftir eru, eru vandlega geymdar í kollinum enda búið að ákveða hvað skal kaupa.

Nokkur jólakort skrifuð, enn er uþb einn sjötti eftir... Góðir hlutir gerast hægt, þetta er skrifað í rólegheitunum á kvöldin á meðan horft er á TV með öðru...

Sörurnar komnar í frystinn, mömmukökur ásamt tveimur sortum í viðbót komnar á sinn stað í dalla og þá eru bara piparkökurnar eftir en þær eru bakaðar eingöngu til þess að leyfa erfðaprinsinn að spreyta sig í eldhúsinu.

Það sem liggur kannski mest á er að komast suður í jólaheimsóknir! Ég er reyndar alveg guðslifandifegin að þurfa ekki í jólagjafabúðarráp í Reykjavíkinni, en mig langar svo óskaplega til að komast til pabba og co, ömmu og afa, langafa, Gurru, Estherar... Neyðist samt kannski til að kíkja í Hagkaup eða eitthvað og kaupa spariföt á drengina mína þar sem ég hef ekki rekist á neitt fínt hér í Kaupfétinu...

Fór í síðustu viku á geggjað jólakvöld með vinnunni þar sem við átum dýrindis mumu og eitthvað ægilega gott á eftir sem ég man ekki hvað heitir, voða huggulegt og skemmtilegt. Í gær fór ég svo á fund með L-listanum og það var svona jólajólafundur... Funduðum á Gistihúsinu á Egilsstöðum (sami staður og ég át mumu-ið) og vorum með síldarkvöld. Afskaplega notalegt og alveg ofsalega gott.

Ætla að láta eina mynd af prinsunum mínum fylgja hér með og ég verð nú bara að vera sammála honum afa mínum, ég er bara afskaplega góð til undaneldis!

Dæmi svo hver fyrir sig... Sett inn 26.nóv 078


Íslendingar...

Íslendingar eru dramatískir, af því verður ekki skafið. Ég skal aldrei trúa öðru en að þarna hafi orðið einhver misskilningur á milli manna eða þá hreinlega að reglurnar séu bara þannig að hún ÁTTI að bíða! Ég er allavega viss um það að þetta hafi ekki verið gert af einskærri illsku starfsfólks spítalans. Það er ekki einsog einhver hópur hafi tekið sig saman á meða móðirin svaf og ákveðið; "Hey, eigum við að vera geðveikt nasty við þessa? Við skulum ekki leyf´enni að sjá krakkann fyrren eftir hádegi!".

Ég held að svona fréttir séu stundum settar í blöðin eingöngu til þess að æsa fólk upp, allavega er æsingurinn svakalegur yfir þessu hér í bloggheimum.

Trúum ekki öllu sem við lesum, það eru alltaf allavega tvær hliðar á hverju máli og allir eiga rétt á að segja sína hlið...

Guðný, yfir og út: Neitar að trúa því að kerfið sé svona ómanneskjulegt...


mbl.is Fékk ekki að sjá nýfæddan son sinn strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BWHAHAHAHAHAHAHAHAHA!

Flott!Hélt ég yrði ekki eldri!!!!

Ætlann stundi fjárdrátt þessi.... Whistling


Dúllurassarnir...

...langar til að benda ykkur á síðustu færslu mína... Finnið hana undir "Nýjustu færslur" og heitir hún Dúllurassar...

Góðar stundir Wink


mbl.is Herra Ísland stefnir á háloftin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dúllurassar

Horfði á keppnina með öðru í gær og get ekki annað en brosað, nú, eða grátið... Veit ekki hvort enda er ég soddan drottning...

Allavega, er þetta ekki keppni um að vera flottur karlmaður? Í sakleysi mínu hélt ég það nú en svo virðist ekki vera. Þeir voru að minnsta kosti ekkert sérstaklega karlmannlegir þarna á sviðinu. Allir voru þeir með gervibrúnku sem var nákvæmlega eins á litinn og parketdregillinn á sviðinu. Enginn þeirra hafði svo mikið sem hálmsstrá á bringunni, hvað þá að punghárin væru farin að ná uppá höku eða á vanga. Lappirnar svo vel rakaðar að það hefði mátt spegla sig í þeim og hvað var málið með V-hálsmálsbolina undir jakkafötunum? Berir alveg niður að nafla!

Ég veit það ekki, fyrir mér þarf karlmaður að hafa eitthvað karlmannlegt við sig og mér fannst þessir ekkert sérstaklega karlmannlegir! Ægilegir dúllurassar allir saman, voða sætir og allt það, en kvenlegri en ég sjálf og flestar mínar vinkonur!

Það var þó einn sem kominn með hár á andlitið og svona og hann var í öðru sæti. Leyst rosa vel á þegar búið var að telja upp þá sem voru í 5 efstu sætunum, þar voru allavega tveir sem voru hærri en einnsextíogekkert! En unnu þeir? Nei, þeir voru sko í 2. og 3ja sæti og var Herra Ísland sjálfur eins og krækiber í helvíti á milli þeirra í myndatökunni eftirá enda er hann voða krúttlegur og ekki nema einnsextíuogeitthvað. Kannski hann skríði í einnogsjötíu...

Er þetta málið í dag? Eiga "karlmennirnir" okkar að vera orðnir svo mjúkir að varla sjáist lengur munur á því hvort kynið um ræðir? Ef svo er, þá er ég ekki með í þeim leik. Kynin eru ekki eins og eiga ekki að vera það!

Guðný Drífa kveður, ánægð með sinn KARLmann sem leyfir báðum bringuhárunum að vera á sínum stað og lætur mig um fótaraksturinn á heimilinu Tounge


mbl.is Ágúst Örn kjörinn herra Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrmpf....

 Vorkunnarblogg dauðans...

Ég er lasin. Man ekki eftir því að hafa orðið svona veik síðan ég veit ekki hvenær. Það er ekki gott...

Er með um 39stiga hita, full af hori og gjörsamlega að farast úr beinverkjum. Hringdi meiraðsegja í kallinn um hálffjögur í dag og bað hann vinsamlegast um að koma heim úr vinnunni þar sem ég héldi varla haus.

Aumingjans ég...

 


Lata-Stelpan

Ein af mínum uppáhaldsbókum í æsku var bókin um Lötu-Stelpuna. Tær snilld! Hún var svo löt og leiðinleg að einn góðan veðurdag fengu kötturinn, húsbúnaðurinn, húsgögnin og meiraðsegja húsið sjálft alveg nóg og hlupust á brott. Allt endaði þetta nú vel og hætti stúlkan að vera löt og húsið, kötturinn og dótið féllst á að lifa áfram með henni...

Ég rifjaði þetta upp í morgun yfir kaffibollanum mínum og til þess að eiga það ekki á hættu að allt mitt dót, já og húskofinn minn, flýðu undan mér þá dreif ég í því að þurrka af, ryksuga, skúra, ganga frá þvotti ofl. Pakkaði meiraðsegja líka niður fyrir Venna þó hann fari ekki fyrr en í kvöld!

Það væri voða leiðinlegt ef það fréttist til næstu bæja að hún Lata-Guðný væri svo löt að húsið hefði yfirgefið hana...


Hmmmm...

Ég þyrfti að:

  • Ryksuga og jafnvel skúra
  • þurrka af
  • Setja fötin hans Einars, sem RSE pissaði á í gær, í vélina
  • Pakka niður fyrir VIS sem fer norður í kvöld
  • Taka úr uppþvottavélinni
  • Hella uppá því mig langar í kaffi

Ég ætla að:

  • Hella uppá
  • Setjast niður með RSE, kjassann í kaf og hugsa aðeins lengur um það sem þarf að gera

Og hana nú!

 


Notalegt...

Það er svo margt sem ég á og hef sem mér finnst æðislegt. Og enn fleira sem gleður mig...

  • Nýjir óþvegnir sokkar... ummmm.....
  • Knús frá Venna mínum alveg óvænt hvenær sem er...
  • Nýbökuð skúffukaka með íííííííískaldri mjólk...
  • Símtal frá mömmu eða einhverjum; bara-svona-að-heyra-í-þér-símtal...
  • Koss frá Einari þegar hann kemur á eftir mér í rúmið eða fer að vinna áður en ég vakna, finn það gegnum svefninn... Staðfesting á ástinni...
  • Hlátur frá Ragnari Sölva yfir einhverju ómerkilegu, það þarf lítið til að gleðja 5 mánaða!
  • Gott veður og hressandi göngutúrar...
  • Að fá óvænta gesti sem poppa inn í kaffi og kjaftagang...
  • Hreinn og velilmandi þvottur... Við höfum það gott að geta þvegið af okkur!
  • Góðar fréttir...
  • Og svo endalaust maargt fleira...

Það er svo margt sem hægt er að gleðjast yfir sem vill oft gleymast í daglegu amstri. Einbeitum okkur að því góða í lífi okkar og munum að gleðjast yfir því smáa og get ég lofað ykkur því að dagurinn mun verða mun gleðilegri fyrir vikið LoL

Ekki sammála?


Er ekki alltílalgi???

Er fólk gjörsamlega að tapa sér? Er ekki lengur til eitthvað sem heitir náungakærleikur? Er ekki lengur hægt að ræða málin við mann og annan án þess að allt fari í bál og brand? Er fólk svo upptekið að sjálfu sér að allt annað gleymist? Jah, maður spyr sig...

Ég get alveg sagt ykkur það að miðað við viðbrögð fólks hvert við öðru þá þori ég varla að segja mitt nema við mína nánustu, kannski í gegnum síma en þá má viðkomandi líka ekki vita hvar ég á heima Shocking

Ég held að fólk ætti að hætta þessu stressi og þessari geðveiki í lífsgæðakapphlaupinu og hlúa frekar að sjálfu sér og sínum nánust... Þá væri kannski eitthvað eftir til að gefa af sér til ókunnugra Halo


mbl.is Skapstyggir ökumenn grípa til ýmissa ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Það held ég nú...

Hver?

Guðný Drífa Snæland
Guðný Drífa Snæland

Dóttir Tótu og Inga, eiginkona Einars Arnar, móðir Vernharðs Inga og Ragnars Sölva. Búsett á Héraðinu, brottfluttur Reykvíkingur. Starfandi leiðbeinandi í fæðingarorlofi.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Venni og afi
  • Sett inn 1.jan ´08 016
  • Sett inn 1.jan ´08 143

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 687

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband