Færsluflokkur: Bloggar
12.1.2008 | 09:26
Bankinn minn...
...er ekki í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Við erum að selja húsið okkar og kaupa annað. Það vill svo til að húsið sem við ætlum að kaupa er nýtt, fokhelt hús sem staðsett er á Teigabóli, heimaslóðum Einars; semsagt, í sveitinni.
Þegar við byggðum hér var okkur sagt að við fengjum 100% lán og gengum við út frá því. Okkur var líka ráðlagt að klára sem mest og láta svo meta fyrir lánið því þá fengjum við sem mest útúr því. Við byggðum fyrir allt á yfirdrætti og lánum frá Húsasmiðjunni en þegar kom að því að fá lánið þá fengum við þessa setningu framan í okkur: "Nei... Þetta er nýbygging, við veitum ekki 100% íbúðalán á nýbyggingar...". Aaarggghhh... Það endaði með því að við erum með einhver aukalán á húsinu enda var gert ráð fyrir hærra láni strax í byrjun.
Nú ætluðum við að fá að flytja lánin með okkur uppeftir, það er, íbúðalánin sjálf af þessu húsi enda passaði það til, þau eru ca. 77% af kaupverði hússins og bankinn búinn að upplýsa okkur um að við fengjum 80% lán eins og annarsstaðar. Þegar á hólminn var komið, Einar farinn í bankann með kauptilboðið og allt það, þá þurfti bankinn frest svo hann gæti skoðað þetta. Daginn eftir var hringt og viti menn, við fáum ekki nema 60% lán vegna þess að þetta er í sveitinni!
Er þetta hægt? Bankinn virðist geta sagt eitt, gert annað og stjórnað öllu hjá manni alveg eins og honum hentar Þetta er allt í skoðun hjá okkur en ég er eiginlega alveg komin á það að borga allt upp þarna og labba svo út með öll mín viðskipti...
...ofan á allt, þá fengum við ekki einusinni jólagjöf frá bankanum!!!
Jólagjöf Glitnis of rauð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2008 | 23:53
Skammarlegt...
Það er ekki laust við að konan skammist sín þessa dagana... Fyrsta, og vonandi síðasta, hraðasektin er komin í hús...
Þegar við vorum á heimleið að sunnan fórum við í gegnum Hvalfjarðargöngin eins og venjulega. Á leiðinni inní göngin stóð ég nánast á bremsunni og blótaði því hart hversu lúmskt brött brekkan er niðurí helv*** göngin. Þegar við vorum að verða komin niður brekkuna kom þetta líka ægilega flass, BAMM!!! Og Einar hló... Ég hló ekki, vissi ekki alveg hvað þetta var eiginlega, hélt að ljósin í göngunum væru að bila... Stupid girl... Einar hélt áfram að hlægja... "Ha ha ha ha, það var tekin mynd af þér!!! Ha ha ha ha...".
Ég með kvíðahnút í maganum fylgdist með póstinum í nokkra daga og inn kom seðillinn, FIMMTÁNÞÚSUNDKRÓNUR TAKK! En ef þú borgar fyrir 4. janúar þá eru það ellefuþúsund... (mæld á 87km/klst - hámarkshraði er 70km/klst)
...Verst fannst mér að fá ekki fjandans myndina með, það er ekki á hverjum degi sem tekin er mynd af allri fjölskyldunni saman...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2008 | 22:05
Systur í Kenýa
ÉG fæ reglulega sms frá mömmu og Steinunni. Það er semsagt allt í lagi með þær en þær eru í mjög lélegu símasambandi. Steinunn hringdi líka aðeins í mig í gær, stóð á litlum bletti þar sem hún náði sambandi. Ég sagði henni að við fengjum hellings fréttir af ástandinu þarna úti og þessvegna væri einhver uggur í fólki en þar sem frænka vinnur við svona "vesen" þá hef ég ekki beint stórar áhyggjur af þeim. Auðvitað er manni ekki sama en á meðan þær senda sms þá veit ég að allt er í lagi
Annars er fátt að frétta af mér, átti að vera við jarðaför í dag en var með einhverja magapest í nótt og fyrripart dags en held ég sé að skríða saman... Skemmtilegt það
Planið á morgun er að rífa niður jólin! Ég ætla allavega að taka niður skrautið en hugsa að ég leyfi seríunum að hanga eitthvað lengur enda finnst mér dásamlegt að láta ljósin skína svona í svartasta myrkrinu...
Hafið það gott mína kæru, þangað til næst: Ble ble
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2008 | 09:09
MAMMA!
Mamma er stödd í Kenýa, nánar tiltekið: Nairobi. Hún er þar að heimsækja systur sína sem starfar í Kinsasa (ekki viss sem stafsetninguna...) og ákváðu þær að eyða áramótunum í Nairobi og vera þar eitthvað áfram. Ég er búin að vera í símasambandi við þær og hafa þær verið lokaðar inná hóteli síðan óeirðirnar hófust. Þær hafa heyrt einhver læti enda stutt í fátækrahverfi í eina átt frá hótelinu, annars er hótelið nokkuð nálægt miðbænum þar sem hefur haldist friður. Þær eru að vísu komnar núna í safaríferð í þjóðgarðinn og verða þar í einhverja daga en ég veit ekki betur en að þær hafi átta að fara aftur til Nairobi. SKEMMTILEGT!
Fyrst þær eru komnar á meðal ljóna og híena eiga þær nú frekar von á því að vera étnar af villidýrum heldur en að verða skjóttar
En svona að öllu gríni slepptu, ég verð að viðurkenna það að ég hef áhyggjur af elsku mömmu þarna úti...
Desmond Tutu í Kenýa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.1.2008 | 13:35
01.01.2008
Kæru vinir, ættingjar og aðrir sem eiga leið hér um; GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIR ALLT LIÐIÐ!
Við erum búin að hafa það ofsalega gott yfir hátíðirnar, éta vel, spila, sofa, glápa á TV, vaka lengi osfrv. Allt eins og það á að vera held ég!
Tengdapabbi var hér hjá okkur á aðfangadagskvöld. Við áttum ofsalega notalega kvöldstund saman, borðuðum vel og réðumst svo á pakkana. Venni minn fékk ægilega mikið, Ragnar Sölvi helling og við Einar líka. Ég fékk meðal annars síma, bók, peysu, heimasmíðaðan bát frá Venna og fleira. Ragnar Sölvi kippti sér nú lítið upp við þetta, reif utan af einum pakka og lék sér með dótið úr honum allt kvöldið.
Á jóladag skelltum við okkur í hangikjet til tengdó og dóluðumst þar eitthvað fram eftir degi.
Milli jóla og nýárs höfum við svosem ekki gert neitt spes... Venni fór reyndar norður á föstudeginum til að verja áramótunum með pabba sínum, Elsu og öllum grísunum. Maðurinn var ekkert smá spenntur!
Í gær voru tengdapabbi, vinur hans, Jón Heiðar, Villa og strákarnir svo hjá okkur. Borðuðum bara uppúr sjö, horfðum á TV, skutum upp, átum meira... Voða kósý kvöld. Allir gestir voru svo farnir um hálfeitt og þá gengum við Einar aðeins frá, kíktum svo á Stuðmannatónleika í sjónvarpiu en fórum svo að sofa um tvö...
Ég held það hafi ekki verið meira í bili... Við erum semsagt bara búin að hafa það GOTT GOTT GOTT undanfarna daga!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2007 | 10:43
Fílingurinn kominn...
Hér er allt í góðum gír... Erum að fara uppeftir á Teigaból á eftir að þrífa og skreyta hjá Steina. Hér er allt orðið klárt, á bara eftir að pakka inn gjöfunum til prinsanna minna allra þriggja og svo verður skúrað yfir á Þorláksmessukvöld. Planið er að hafa aðfangadag notalegan og jafnvel kasta sér aftur í koju um hádegi með litla manninum... Uuummm, notaleg tilhugsun...
Einar og Venni ætla að fara í dag og höggva fyrir okkur tré, það verður spennandi. Draumur barnsins er að fá svakalega stórt tré en foreldrarnir eru ekki eins spenntir fyrir því. Spennandi að sjá hvert samkomulagið verður hjá þeim köppum!
Ekki hefur ein einasta kartafla ratað í skóinn á þessu heimili, sjúúúkkk! EN hér er gott að vera jóli, á hverju kvöldi er glugginn fylltur af mömmukökum, súkkulaðibitakökum, piparkökum og sykurbrenndum möndlum. Hvaða jólasveinn gefur barni sem sér til þess að sveinki svelti ekki á ferðalagi sínu um nótt kartöflu? Það er bara ekki hægt... Reyndar hefur hann heldur ekkert átt það skilið...
Það er ekki planið að blogga fyrir jól, nema upp komi eitthvað voða merkilegt sem ég get alls ekki hamið mig um að blaðra um...
Kæru vinir, bloggvinir og aðrir sem hingað poppa inn, ég óska ykkur og ykkar fylgifiskum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2007 | 09:08
Ísland; Bezt í heimi?
Mér finnst ekkert eðlilegt við það að á Íslandi, í allri velmeguninni og þar sem á að vera svo dásamlegt að búa, skulu allavega 2000 (ekki 200...) fjölskyldur þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin.
Bilið á milli þeirra sem hafa það gott og hinna sem ekki hafa það eins gott er alltaf að stækka, það er, þeir sem hafa það gott hafa vita ekkert hvað þeir eiga að gera við alla peningana sína (í kvöldfréttum í gær var við gullsmið sem sagðist vera búinn að selja allmargar jólagjafir uppá hálfa milljón eða meira og einhverjar sem ná milljóninni!) en þeir sem lítinn pening eiga hafa ekki einusinni efni á að gefa fólkinu sínu og sér sjálfum að éta!
Mér er spurn, er þetta eðlilegt í þessu ofsafína velmegunarlandi okkar???
ÍSLAND; BEZT Í HEIMI minn rass....
Sáu ekki fram á að geta haldið jól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.12.2007 | 23:53
ÓTTI!
Þetta er eitthvað sem ég óttast hrikalega og er algjörlega og án efa ástæða númer 1, 2 og 3 þess að ég stunda engar skíðaíþróttir...
...allavega finnst mér þetta góð afsökun til að stunda ekki svona íþróttir
Föst í skíðalyftu í tólf tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2007 | 14:26
Djöfuls dónar!
Er er ekki allt í lagi? Síðan hvenær teljast orðin GAY, HIV og HÝR dónaleg? Mér finnst bara frekar fyndið að það skuli koma einhver orð á nýju númeraplöturnar en seint mun ég telja akkúrat þessi orð sem tekin eru til greina í fréttina DÓNALEG!
Skil ekki svona fréttir...
Blátt bann við dónalegum bílnúmerum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2007 | 08:05
Venni minn í jólaskapi!
"Gekk ég yfir sjó og MANN
og hitti þar einn gamlan KALL.
Sagði svoohh og spurði svoho hvahar áttu heima?
Ég á heimá FRAKKANDI, frakklandihi, frakklandi...."
"Mamma, hvað kemur svo á eftir Frakklandi?"
Þessi elska...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Það held ég nú...
Tenglar
Hitt og þetta
- Hvernig er veðrið?
- Mogginn, ómissandi!
- Ljósmæðravefurinn gagnelgt fyrir þá sem þetta varðar!
Barnabloggin
- Alexander Freyr Örvarsson, frændi sona minna
- Sigurður Alex Sonur Sirrýjar og Sigurgeirs
- Anton Breki, bróðir Venna
- Hilmir Þór, bróðursonur minn Sonur Hafsteins og Eyrúnar
- Ragnar Sölvi, litli prinsinn minn Krúttið mitt
- Venni minn, frumburðurinn Yndislegastur
Blogg en ekki Moggablogg
- Gréta Aðalsteins Fellamær
- Ættarbloggið Brunnastaðaættin
- Ásta Þöll í Kóngsins Köben Yndisleg vinkona
- Strákarnir
- Sigríður sveitalúði
- Þórdís systir bestasta besta!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar