Færsluflokkur: Bloggar
9.11.2007 | 11:35
Daglegt líf...
...sem líður allt of fljótt! Áður en ég veit af verð ég farin að plana fermingu frumburðarins og jafnvel farin að heimta barnabörn! Kannski ekki alveg...
Lífið er ljúft, við Ragnar Sölvi, litli risinn minn, erum bara tvö heima. Venni í skólanum og Einar farinn að vinna. Planið var að fá sér göngu í leikskólann í dag og kíkja á hvað krakkarnir eru að gera þar í tilefni af dögum myrkurs en pjakkurinn er með hita Ég var með hann í fimm mánaða skoðun í gær og það var sprauta. Hann er sumsé bara eitthvað slappur eftir sprautuna og ætti því að vera orðinn sprækur aftur í kvöld.
Nú vil ég fara að selja húsið mitt og helst ekki seinna en í gær! En það er önnur saga...
Pjakkur kallar úr bólinu...
Biðaðheilsykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 22:37
Minn heittelskaði stökk af stað...
...ásamt vini sínum sem var hér í kaffi og spjalli. Giska á að þeir hafi verið 45sek að koma sér út og bruna af stað og þar af leiðandi verið komnir á völlinn innan við 5mín eftir útkall! Ég ætla ekkert að tala um hnútinn sem ég fékk í magann, bæði vegna útkallsins og svo líka vegna óviðráðanlegrar flughræðslu minnar... Sem betur fer fór þetta allt vel og komu þeir aftur til baka korteri síðar...
...en ég var að pæla, það er minnst á lækna, slökkvilið og lögreglu, af hverju er ekki minnst á að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út?
p.s. Hugsaði þessa pælingu mína upphátt rétt í þessu og sögðu Einar minn og kaffigesturinn þá að þeir hefðu verið á undan læknum, GOTT HJÁ ÞEIM
Mikill viðbúnaður á Egilsstaðaflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2007 | 21:57
Ég var að spökulera...
...ætli það verði haldin villibráðarveisla hjá löggunni á Hvolsvelli fyrir þessi jól?
Veiðiþjófur stöðvaður í Rangárvallarsýslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2007 | 11:04
ATHUGIÐ!
Endilega lesið síðustu færslu hjá mér þar sem ég minni á sölu kallsins/kellingarinnar
overendát...
Neyðarkall frá björgunarsveitum um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 23:09
BJÖRGUNARKALLINN/-KELLINGIN
Mig langar til að biðja lesendur að hugsa sig vel um og athuga hvort þeir geti ekki pungað út fyrir kostnaði þessarar lyklakippu sem verður til sölu víða um helgina. Spáum aðeins í það að við sjálf gætum þurft á þessum hetjum að halda.
Hinn helmingur hjónabands míns er björgunarsveitarmaður og þekki ég því vel það starf og álagið sem fylgir hverju útkalli. Það sem oft vill gleymast er það að þetta eru ekki bara einhverjir sem hafa ekkert betra að gera en að sinna útköllum. Einu útkalli hjá Einari mínum fylgir svo miklu meira en bara það að fara í leit. Ef það kemur leitarútkall fra 112 þá þýðir það að hann þarf að slá heimsmet í að græja sig, sækja fjórhjólið, ná í aðra sveitarmenn osfrv osfrv... Þegar kallið kemur þá er líka aldrei að vita hversu lengi hann verður að heiman. Hann fer úr vinnu og verður þar með fyrir vinnutapi. Hnn fer að heiman frá fjölskyldu og bitnar þetta því líka á okkur. Þetta starf er það óeigingjarnasta sem til er að mínu mati og ég VEIT og ÞEKKI það sem ég er að tala um!
Ég mundi ekki vilja að hann hætti en mig langaði bara að minna fólk á að þetta snertir alltaf svo miklu fleiri heldur en eingöngu leitarfólkið sjálft. Ég get ekki enn vanist því að þegar kallið kemur að slaka bara á og vona að allt fari vel... Ég á erfitt með svefn ef hann er i björgun að nóttu til, bæði vegna þess að ég veit ekki hverjar aðstæðurnar eru og vegna þess að enginn veit hvenær von er leitarmönnum heim...
...hugsum um þetta og kaupum BJÖRGUNARSVEITARKALLINN!
TAKK
Björgunarsveitir kallaðar út vegna rjúpnaskyttna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2007 | 19:32
Yndislegt...
Það er kominn snjór. Drífan fellur fallega niður og birtir til allt í kring um mig. Mér finnst þetta svo fallegt. Mér finnst snjórinn yndislega dásamlegur þegar hann er svona hvítur og fallegur. Ég er ekki eins hrifin af slabbi og viðbjóði Fyrir mér má alveg koma hellings snjór og þegar hann er kominn þá má hann líka vera. Ég á ofsalega erfitt með að þola snjókomu, leysingar, hálku, rigningu, snjókomu, leysingar, hálku, rigningu osfrv. Höndla ekki svellbúnt sem ekki er stætt á vegna þess að það rignir endalaust ofan á þau...
En eins og ég sagði þá gleður snjórinn mig í dag svo ég tali nú ekki um gleðina hjá frumburðinum yfir þessu! Eins og hann er nú alltaf duglegur að vera úti, vill helst ekkert annað, þá hefur það ekki verið svoleis í þessum handleggsbrotsraunum hans. Hann var samt úti alveg frá því að hann kom heim úr skólanum í dag þar til það var komið myrkur, og það sem hann var glaður!
Nú sitjum við mæðginin öll inni, vorum að ljúka við grjónagrautinn og kúrum okkur yfir sjónvarpinu. Ég að pikka hér í mínum stól, Venni kominn í náttsloppinn, situr í hinum stólnum og horfir á Simpson og Ragnar Sölvi situr í sínum stól og röflar eitthvað við dótið sitt. Úti kyngir niður þessum fallega snjó sem slær fjólubláum bjarma yfir myrkrið... DÁSAMLEGT!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2007 | 09:47
Langt í næsta sviðaát...
Ég er búin að röfla um það í fleiri fleiri daga að mig langi í svið. Allar auglýsingar um ný svið kveiktu hjá mér löngun í þennan dásemdarmat. Ég lét verða af þessu í gærkvöldi. Suð hér fullan pott af sviðum og mallaði með það sem þeim fylgir, kartöflumús og rófustöppu. Svo át ég... og át... og át... voða gott! En, í nótt og ennþá núna 15 tímum seinna er ég að drepast úr brjóstsviða og ef ég ropa kemur enn bragð af sviðum uppí mig Það er eiginlega ekkert sérstaklega gott! Það verður langt þangað til ég legg mér þennan eðal mat til munns aftur...
...en góður var hann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.10.2007 | 14:49
Að vera heimavinnandi
Nú er ég heima í fæðingarorlofi og finnst það óskaplega notalegt, en ekki get ég sagt það að ég geri ekki neitt. Vakna fyrir átta, Venni í skólann. Ragnar Sölvi vaknar milli átta og níu, skipta á og klæða. Moppa yfir íbúðina, tek úr vélinni og set í aðra, fæ mér morgunmat. Gef Ragnari Sölva og hann sofnar. Sest þá jafnvel aðeins niður við tölvuna, skipti um í vélinni osfrv. RSE vaknar, sinni honum, fæ mér að borða, Venni kemur heim, gefa honum að borða... Fæ mér jafnvel göngu einhverntímann yfir daginn. Fer að versla svona annan hvern dag, elda kvöldmat. Einar kemur heim, koma drengjum í rúmið, hengja upp úr síðustu vélinni þann daginn og sest svo jafnvel niður við TV um klukkan níu, gjörsamlega búin á því, enda þarf að vakna 2-4 sinnum á nóttunni til að gefa lillanum svo það er aldrei langur svefn... EN: Mér finnst þetta YNDISLEGT!
Athugið þetta:
Skipstjóri í afleysingum.....
Hann var í fríi og lá í landi, að leysa af heima var enginn vandi. Konan var að því komin að fæða og hvergi um húshjálp að ræða. En hvað munar karlmann um kerlingarstörfin þó kannski sé stundum fyrir þau þörfin? Konan var heima og hafði engu að sinna, nema hugsa um krakka, það er ekki vinna. Hún sagði: "Elskan þú þarft ekkert að gera, aðeins hjá börnunum heima að vera, ég er búin að öllu; þvo og þjóna, þú þarft ekki að bæta, sauma eða prjóna. Matur er útbúinn allur í kistunni, það ætti að duga svona í fyrstunni, aðeins að líta eftir öngunum átta, ylja upp matinn og láta þau hátta." Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa og ná sér í ærlegan skemmtipésa. Hann var ekki sestur og var nokkuð hissa er vældi í krakka: "Ég þarf að pissa." Vart þeirri athöfn var að ljúka er veinaði annar: "Ég þarf að kúka" Þarna var enginn einasti friður ef ætlaði hann að tylla sér niður. Dagurinn leið svo í sífelldum önnum sem ei voru bjóðandi mönnum, þvílíkt og annað eins aldrei í lífinu útstaðið hafði hann í veraldarkífinu. Ölduna stíga í ósjó og brælum var ekkert hjá þessu, það kallaði hann sælu, en þeytast um kófsveittur skammtandi og skeinandi, skiljandi áflogaseggina veinandi! Ef eitt þurfti að éta varð annað að skíta og engin friður í bók að líta, en hún sagði: "Elskan, þú þarft ekkert að gera aðeins hjá börnunum heima að vera." Nú voru krakkarnir komnir í rúmið, kyrrlátt og sefandi vornætur húmið seiddi í draumheimana angana átta en ekki var pabbi farinn að hátta. Hann stóð þarna úfinn, úrvinda og sveittur yfir sig stressaður, svangur og þreyttur, og horfði yfir stofuna: "Hamingjan sanna, hér á að teljast bústaður manna." Það skyldi hann aldrei á ævinni gera, í afleysingu slíkri sem þessari vera, þó væri í boði og á því væri raunin að þau væru tvöfölduð skipstjóralaunin." En þetta á konan kauplaust að vinna og kallað að hún hafi engu að sinna! Af daglangri reynslu hans virtist það vera að það væri stundum eitthvað að gera. Áfram með störfin ótt líður tíminn "Æ" aldrei friður nú hringir síminn, halló, var sagt, það er sætt ég túlka, þér er sonur fæddur og yndisleg stúlka. Hann settist á stól og fann til svima og klígju, hvað sagði hún að krakkarnir væru orðnir tíu." Ég þarf að taka til öruggra varna, ég ákveð á stundinni að hætta að barna!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2007 | 16:13
Stærð 14 og þar með orðin FEIT!
Renée Zellveger fór í stærð 14 til að túlka persónuna Bidget Jones. Hún var feit þá. Eins og Bridget. Voða feit...
...Eða þannig! Mér finnst þetta fáránlegt. Ekki viet ég til þess að manneskja sem notar stærð fjórtán teljist svo feit. Við skulum átta okkur á því að stærð 12 er medium, fjórtán nær ekki alveg Large en 16 er large, held ég. Svo 14 hlýtur að vera ca. M-L. Mér finnst manneskja í M-L ekki geta talist FEIT!
Ég veit það ekki, en ég held að ég hafi ekki talist mjög feit í gegnum tíðina og nota ég þó 12-14. FEITABOLLAN ég
Kidman bætir á sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.10.2007 | 16:03
Það held ég...
...að hún amma mín fengi nett sjokk við að sjá þessa frétt! Aumingjans dýrin, glimmer! Ekki veit ég í hvaða tilgangi maður ætti að voga sér að skella glimmeri á hross og hvaða tilefni séu svo sérstök að aumingjans skepnan eigi það skilið að vera alsett glimmersviðbjóði
Svona fáránlegheit fara í taugarnar á mér...
Glimmerhófar og glansandi fax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Það held ég nú...
Tenglar
Hitt og þetta
- Hvernig er veðrið?
- Mogginn, ómissandi!
- Ljósmæðravefurinn gagnelgt fyrir þá sem þetta varðar!
Barnabloggin
- Alexander Freyr Örvarsson, frændi sona minna
- Sigurður Alex Sonur Sirrýjar og Sigurgeirs
- Anton Breki, bróðir Venna
- Hilmir Þór, bróðursonur minn Sonur Hafsteins og Eyrúnar
- Ragnar Sölvi, litli prinsinn minn Krúttið mitt
- Venni minn, frumburðurinn Yndislegastur
Blogg en ekki Moggablogg
- Gréta Aðalsteins Fellamær
- Ættarbloggið Brunnastaðaættin
- Ásta Þöll í Kóngsins Köben Yndisleg vinkona
- Strákarnir
- Sigríður sveitalúði
- Þórdís systir bestasta besta!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar