Stoltið...

Það sem við mæðginin vorum stolt af frænda, Hannesi Jóni, í þessum leik! Ég leyfði púkanum að vaka aðeins lengur en venjulega til að horfa á leikinn og var minn maður gjörsamlega að kafna úr spenningi. Í hvert sinn sem einhver skoraði þá heyrðist: "Varidda Hannes frændi mamma?!". Og úr því að frændi stóð sig svona vel gat ég svarað sjösinnum með bros á vör "Já Venni, þetta var frændi!", þá stóð minn maður upp og steig villtan dans, algjör dúlla...

Annars hlakka ég til mótsins. Er í skýjunum yfir því að vera heima og geta með góðri samvisku horft á alla leiki íslenska liðsins ásamt  Venna mínum, jafnvel þó hann tali stanslaust enda er hann að verða ansi áhugasamur um boltann og spyr í sífellu af hverju þessi gerði þetta eða hitt og afhverju dómarinn dæmi svona og svona. Inná milli má svo heyra hann blóta dómurunum ef honum finnst á Íslendingum brotið...

Besta setningin í kvöld var samt: "Mamma, Kristjana frænka verður örugglega reið við Hannes ef dómarinn þarf að skamma hann eitthvað eða reka hann útaf...".


mbl.is Öruggur sigur Íslands, 33:28
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankinn minn...

...er ekki í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Við erum að selja húsið okkar og kaupa annað. Það vill svo til að húsið sem við ætlum að kaupa er nýtt, fokhelt hús sem staðsett er á Teigabóli, heimaslóðum Einars; semsagt, í sveitinni.

Þegar við byggðum hér var okkur sagt að við fengjum 100% lán og gengum við út frá því. Okkur var líka ráðlagt að klára sem mest og láta svo meta fyrir lánið því þá fengjum við sem mest útúr því. Við byggðum fyrir allt á yfirdrætti og lánum frá Húsasmiðjunni en þegar kom að því að fá lánið þá fengum við þessa setningu framan í okkur: "Nei... Þetta er nýbygging, við veitum ekki 100% íbúðalán á nýbyggingar...". Aaarggghhh... Það endaði með því að við erum með einhver aukalán á húsinu enda var gert ráð fyrir hærra láni strax í byrjun.

Nú ætluðum við að fá að flytja lánin með okkur uppeftir, það er, íbúðalánin sjálf af þessu húsi enda passaði það til, þau eru ca. 77% af kaupverði hússins og bankinn búinn að upplýsa okkur um að við fengjum 80% lán eins og annarsstaðar. Þegar á hólminn var komið, Einar farinn í bankann með kauptilboðið og allt það, þá þurfti bankinn frest svo hann gæti skoðað þetta. Daginn eftir var hringt og viti menn, við fáum ekki nema 60% lán vegna þess að þetta er í sveitinni!

Er þetta hægt? Bankinn virðist geta sagt eitt, gert annað og stjórnað öllu hjá manni alveg eins og honum hentar Angry  Þetta er allt í skoðun hjá okkur en ég er eiginlega alveg komin á það að borga allt upp þarna og labba svo út með öll mín viðskipti...

...ofan á allt, þá fengum við ekki einusinni jólagjöf frá bankanum!!!


mbl.is Jólagjöf Glitnis of rauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammarlegt...

Það er ekki laust við að konan skammist sín þessa dagana... Fyrsta, og vonandi síðasta, hraðasektin er komin í hús...

Þegar við vorum á heimleið að sunnan fórum við í gegnum Hvalfjarðargöngin eins og venjulega. Á leiðinni inní göngin stóð ég nánast á bremsunni og blótaði því hart hversu lúmskt brött brekkan er niðurí helv*** göngin. Þegar við vorum að verða komin niður brekkuna kom þetta líka ægilega flass, BAMM!!! Og Einar hló... Ég hló ekki, vissi ekki alveg hvað þetta var eiginlega, hélt að ljósin í göngunum væru að bila... Stupid girl... Einar hélt áfram að hlægja... "Ha ha ha ha, það var tekin mynd af þér!!! Ha ha ha ha...".

Ég með kvíðahnút í maganum fylgdist með póstinum í nokkra daga og inn kom seðillinn, FIMMTÁNÞÚSUNDKRÓNUR TAKK! En ef þú borgar fyrir 4. janúar þá eru það ellefuþúsund... (mæld á 87km/klst - hámarkshraði er 70km/klst)

...Verst fannst mér að fá ekki fjandans myndina með, það er ekki á hverjum degi sem tekin er mynd af allri fjölskyldunni saman...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Það held ég nú...

Hver?

Guðný Drífa Snæland
Guðný Drífa Snæland

Dóttir Tótu og Inga, eiginkona Einars Arnar, móðir Vernharðs Inga og Ragnars Sölva. Búsett á Héraðinu, brottfluttur Reykvíkingur. Starfandi leiðbeinandi í fæðingarorlofi.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Venni og afi
  • Sett inn 1.jan ´08 016
  • Sett inn 1.jan ´08 143

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband