Skammarlegt...

Það er ekki laust við að konan skammist sín þessa dagana... Fyrsta, og vonandi síðasta, hraðasektin er komin í hús...

Þegar við vorum á heimleið að sunnan fórum við í gegnum Hvalfjarðargöngin eins og venjulega. Á leiðinni inní göngin stóð ég nánast á bremsunni og blótaði því hart hversu lúmskt brött brekkan er niðurí helv*** göngin. Þegar við vorum að verða komin niður brekkuna kom þetta líka ægilega flass, BAMM!!! Og Einar hló... Ég hló ekki, vissi ekki alveg hvað þetta var eiginlega, hélt að ljósin í göngunum væru að bila... Stupid girl... Einar hélt áfram að hlægja... "Ha ha ha ha, það var tekin mynd af þér!!! Ha ha ha ha...".

Ég með kvíðahnút í maganum fylgdist með póstinum í nokkra daga og inn kom seðillinn, FIMMTÁNÞÚSUNDKRÓNUR TAKK! En ef þú borgar fyrir 4. janúar þá eru það ellefuþúsund... (mæld á 87km/klst - hámarkshraði er 70km/klst)

...Verst fannst mér að fá ekki fjandans myndina með, það er ekki á hverjum degi sem tekin er mynd af allri fjölskyldunni saman...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

geturðu ekki bara hringt í  og athugað með að fá myndina senda.... þetta gæti verið mynd sem ætti heima á ískápnum við hliðina á sektinni

Gurra (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Það held ég nú...

Hver?

Guðný Drífa Snæland
Guðný Drífa Snæland

Dóttir Tótu og Inga, eiginkona Einars Arnar, móðir Vernharðs Inga og Ragnars Sölva. Búsett á Héraðinu, brottfluttur Reykvíkingur. Starfandi leiðbeinandi í fæðingarorlofi.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Venni og afi
  • Sett inn 1.jan ´08 016
  • Sett inn 1.jan ´08 143

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband