Stoltið...

Það sem við mæðginin vorum stolt af frænda, Hannesi Jóni, í þessum leik! Ég leyfði púkanum að vaka aðeins lengur en venjulega til að horfa á leikinn og var minn maður gjörsamlega að kafna úr spenningi. Í hvert sinn sem einhver skoraði þá heyrðist: "Varidda Hannes frændi mamma?!". Og úr því að frændi stóð sig svona vel gat ég svarað sjösinnum með bros á vör "Já Venni, þetta var frændi!", þá stóð minn maður upp og steig villtan dans, algjör dúlla...

Annars hlakka ég til mótsins. Er í skýjunum yfir því að vera heima og geta með góðri samvisku horft á alla leiki íslenska liðsins ásamt  Venna mínum, jafnvel þó hann tali stanslaust enda er hann að verða ansi áhugasamur um boltann og spyr í sífellu af hverju þessi gerði þetta eða hitt og afhverju dómarinn dæmi svona og svona. Inná milli má svo heyra hann blóta dómurunum ef honum finnst á Íslendingum brotið...

Besta setningin í kvöld var samt: "Mamma, Kristjana frænka verður örugglega reið við Hannes ef dómarinn þarf að skamma hann eitthvað eða reka hann útaf...".


mbl.is Öruggur sigur Íslands, 33:28
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hann sonur þinn er bara DÁSAMLEGUR

Gurra (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Það held ég nú...

Hver?

Guðný Drífa Snæland
Guðný Drífa Snæland

Dóttir Tótu og Inga, eiginkona Einars Arnar, móðir Vernharðs Inga og Ragnars Sölva. Búsett á Héraðinu, brottfluttur Reykvíkingur. Starfandi leiðbeinandi í fæðingarorlofi.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Venni og afi
  • Sett inn 1.jan ´08 016
  • Sett inn 1.jan ´08 143

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband