Systur í Kenýa

ÉG fæ reglulega sms frá mömmu og Steinunni. Það er semsagt allt í lagi með þær en þær eru í mjög lélegu símasambandi. Steinunn hringdi líka aðeins í mig í gær, stóð á litlum bletti þar sem hún náði sambandi. Ég sagði henni að við fengjum hellings fréttir af ástandinu þarna úti og þessvegna væri einhver uggur í fólki en þar sem frænka vinnur við svona "vesen" þá hef ég ekki beint stórar áhyggjur af þeim. Auðvitað er manni ekki sama en á meðan þær senda sms þá veit ég að allt er í lagi Smile

Annars er fátt að frétta af mér, átti að vera við jarðaför í dag en var með einhverja magapest í nótt og fyrripart dags en held ég sé að skríða saman... Skemmtilegt það GetLost

Planið á morgun er að rífa niður jólin! Ég ætla allavega að taka niður skrautið en hugsa að ég leyfi seríunum að hanga eitthvað lengur enda finnst mér dásamlegt að láta ljósin skína svona í svartasta myrkrinu...

Hafið það gott mína kæru, þangað til næst: Ble ble


MAMMA!

Mamma er stödd í Kenýa, nánar tiltekið: Nairobi. Hún er þar að heimsækja systur sína sem starfar í Kinsasa (ekki viss sem stafsetninguna...) og ákváðu þær að eyða áramótunum í Nairobi og vera þar eitthvað áfram. Ég er búin  að vera í símasambandi við þær og hafa þær verið lokaðar inná hóteli síðan óeirðirnar hófust. Þær hafa heyrt einhver læti enda stutt í fátækrahverfi í eina átt frá hótelinu, annars er hótelið nokkuð nálægt miðbænum þar sem hefur haldist friður. Þær eru að vísu komnar núna í safaríferð í þjóðgarðinn og verða þar í einhverja daga en ég veit ekki betur en að þær hafi átta að fara aftur til Nairobi. SKEMMTILEGT!

Fyrst þær eru komnar á meðal ljóna og híena eiga þær nú frekar von á því að vera étnar af villidýrum heldur en að verða skjóttar Errm

En svona að öllu gríni slepptu, ég verð að viðurkenna það að ég hef áhyggjur af elsku mömmu þarna úti... Frown


mbl.is Desmond Tutu í Kenýa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

01.01.2008

Kæru vinir, ættingjar og aðrir sem eiga leið hér um; GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIR ALLT LIÐIÐ!

Við erum búin að hafa það ofsalega gott yfir hátíðirnar, éta vel, spila, sofa, glápa á TV, vaka lengi osfrv. Allt eins og það á að vera held ég!

Tengdapabbi var hér hjá okkur á aðfangadagskvöld. Við áttum ofsalega notalega kvöldstund saman, borðuðum vel og réðumst svo á pakkana. Venni minn fékk ægilega mikið, Ragnar Sölvi helling og við Einar líka. Ég fékk meðal annars síma, bók, peysu, heimasmíðaðan bát frá Venna og fleira. Ragnar Sölvi kippti sér nú lítið upp við þetta, reif utan af einum pakka og lék sér með dótið úr honum allt kvöldið.

Á jóladag skelltum við okkur í hangikjet til tengdó og dóluðumst þar eitthvað fram eftir degi.

Milli jóla og nýárs höfum við svosem ekki gert neitt spes... Venni fór reyndar norður á föstudeginum til að verja áramótunum með pabba sínum, Elsu og öllum grísunum. Maðurinn var ekkert smá spenntur!

Í gær voru tengdapabbi, vinur hans, Jón Heiðar, Villa og strákarnir svo hjá okkur. Borðuðum bara uppúr sjö, horfðum á TV, skutum upp, átum meira... Voða kósý kvöld. Allir gestir voru svo farnir um hálfeitt og þá gengum við Einar aðeins frá, kíktum svo á Stuðmannatónleika í sjónvarpiu en fórum svo að sofa um tvö...

Ég held það hafi ekki verið meira í bili... Við erum semsagt bara búin að hafa það GOTT GOTT GOTT undanfarna daga!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Það held ég nú...

Hver?

Guðný Drífa Snæland
Guðný Drífa Snæland

Dóttir Tótu og Inga, eiginkona Einars Arnar, móðir Vernharðs Inga og Ragnars Sölva. Búsett á Héraðinu, brottfluttur Reykvíkingur. Starfandi leiðbeinandi í fæðingarorlofi.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Venni og afi
  • Sett inn 1.jan ´08 016
  • Sett inn 1.jan ´08 143

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband