Bankinn minn...

...er ekki í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Við erum að selja húsið okkar og kaupa annað. Það vill svo til að húsið sem við ætlum að kaupa er nýtt, fokhelt hús sem staðsett er á Teigabóli, heimaslóðum Einars; semsagt, í sveitinni.

Þegar við byggðum hér var okkur sagt að við fengjum 100% lán og gengum við út frá því. Okkur var líka ráðlagt að klára sem mest og láta svo meta fyrir lánið því þá fengjum við sem mest útúr því. Við byggðum fyrir allt á yfirdrætti og lánum frá Húsasmiðjunni en þegar kom að því að fá lánið þá fengum við þessa setningu framan í okkur: "Nei... Þetta er nýbygging, við veitum ekki 100% íbúðalán á nýbyggingar...". Aaarggghhh... Það endaði með því að við erum með einhver aukalán á húsinu enda var gert ráð fyrir hærra láni strax í byrjun.

Nú ætluðum við að fá að flytja lánin með okkur uppeftir, það er, íbúðalánin sjálf af þessu húsi enda passaði það til, þau eru ca. 77% af kaupverði hússins og bankinn búinn að upplýsa okkur um að við fengjum 80% lán eins og annarsstaðar. Þegar á hólminn var komið, Einar farinn í bankann með kauptilboðið og allt það, þá þurfti bankinn frest svo hann gæti skoðað þetta. Daginn eftir var hringt og viti menn, við fáum ekki nema 60% lán vegna þess að þetta er í sveitinni!

Er þetta hægt? Bankinn virðist geta sagt eitt, gert annað og stjórnað öllu hjá manni alveg eins og honum hentar Angry  Þetta er allt í skoðun hjá okkur en ég er eiginlega alveg komin á það að borga allt upp þarna og labba svo út með öll mín viðskipti...

...ofan á allt, þá fengum við ekki einusinni jólagjöf frá bankanum!!!


mbl.is Jólagjöf Glitnis of rauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur verið almenn regla hjá mér að fá allt svona skriftlegt frá bankanum þegar þeir segja eitthvað..

Jónas (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 10:10

2 identicon

ég var sko miklu heppnari, fékk frá þeim Hurðaskelli og hann var krómaður á lit keyptur til styrtar langveikum börnum, borgar sig nokkuð að vera stór þarna hjá þeim, ég er td bara að leggja in peninga hjá þeim, en ekki að skulda húnsæðislán eða  kortaskuldir himinháar.

ég hefði orðið hæstánægð yfir könnunni líka, þetta er nú bara kaffikanna og ef ykkur líkar ekki liturinn þá setja hana inní skáp þegar hún er ekki í notkunn eða gefa einhverjum hana í jólagjöf á næsta ári og keypt sér þá könnuna í réttum lit.

Við erum svo vanþakklát orðinn.

ónefndur (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 11:08

3 identicon

Ónefndur, ég held að þú sért að misskilja þetta. Hún Guðný fékk enga jólagjöf frá sínum banka, það hefðir þú eflaust skilið hefðir þú lesið allt sem hún skrifar. Og hvað heldur þú að sé það sem heldur þessum bönkum á floti? Að þú eigir peningana þína þar? Hvað með alla vextina sem maður borgar af húsnæðislánunum og kortaskuldunum? Hver helduru að hirði þá alla???????

En þetta er ógeðslega svekkjandi Guðný, er innilega sammála þér í því!! 

Sirrý (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Það held ég nú...

Hver?

Guðný Drífa Snæland
Guðný Drífa Snæland

Dóttir Tótu og Inga, eiginkona Einars Arnar, móðir Vernharðs Inga og Ragnars Sölva. Búsett á Héraðinu, brottfluttur Reykvíkingur. Starfandi leiðbeinandi í fæðingarorlofi.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Venni og afi
  • Sett inn 1.jan ´08 016
  • Sett inn 1.jan ´08 143

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband