Saga um mann

Ég ætla að segja ykkur frá manni, manni sem mér finnst æði merkilegur. Hann heitir Stefán Bjarnason og er 97 ára gamall, verður 98 ára í maí. Stefán býr að Sunnuvegi í Reykjavík og er held ég ekkert að fara þaðan því hann getur ekki hugsað sér að fara á elliheimili.

Maðurinn er  fyrir margt merkilegur einstaklingur, hann hefur alla tíð unnið mikið, verið á kafi í allskyns félagsmálum ásamt því að vera einn heitasti Kommúnisti sem land þetta hefur alið af sér. Sem dæmi má nefna að á meðan fæturnir virkuðu eins og þeir eiga að gera þá gekk hann Keflavíkurgöngurnar langt kominn á fullorðinsár. Sunnuvegurinn þótti (og þykir enn) ægifín gata og þar bjó eðal fólk, sjálfsagt flestir í fínum störfum ásamt því að vera sjálfstæðismenn. Það var því ekki mikil gleði í hverfinu þegar Stefán málaði hús sitt svo rautt að ef maður horfir í átt að Sunnuveginum frá Suðurlandsveginum þá ser maður húsið hans skera sig úr frá öllu öðru.

Sonur Stefáns er Ragnar Stefánsson jarskjálftafræðingur, Raggi skjálfti, en ásamt honum á hann allavega 2 dætur til viðbótar. Afkomendur hans og konu hans, Rósu Kristjánsdóttur heitinnar, eru nú orðnir nokkuð margir, hann á til að mynda orðið 3 langalangafabörn. En þó fjölskyldan sé stór þá hefur hann allt á hreinu um alla, það er, hann veit nákvæmlega hvað hver og einn gerir, hvernig fólkinu hans vegnar og hvar allir eru staðsettir í heiminum, enda er heilinn ennþá velvirkur.

Enn þann dag í dag fylgist hann vel með baráttu verkalýðsins, launakjörum og öðru og veit ég til þess að hann hringir reglulega í Eflingu stéttarfélag til þess að fá fréttir af hinu og þessu.

Stefán er vinamargur maður og oft er nokkuð gestkvæmt á Sunnuveginum. Þar hittast menn til að ræða málin yfir kaffi og oftar en ekki er kaffið bragðbætt með einhverju öðru en mjólk. Hann hefur gaman af því að fara með vinum sínum á barinn og gerir það reglulega, geri aðrir betur!

Á barnum hefur hann kynnst mörgu fólki og má segja að hann sé heiðurskúnni á ákveðnum bar í miðbæ Reykjavíkur. Meðal þeirra sem kynnst hafa Stefáni og hafa gaman af því að vera í návist hans er söngkonan Andrea Gylfadóttir. Honum tókst að heilla hana og öfugt.

Afmæli Stefáns eru engu lík. Þá fyllist húsið hans af góðu og skemmtilegu fólki, haldnar eru ræður, sungið og menn og konur fara með gamanmál. Þar er drukkið og djammað að hætti Stefáns Bjarnasonar og skiptir þar engum togum hvort um er að ræða 90 ára afmæli eða 97 ára!

Það er svo margt hægt að skrifa um þennan merka mann enda hefur hann gert ýmislegt á sinni löngu ævi. Ég verð að viðurkenna það að ég veit sjálfsagt ekki nema brotabrot af því sem hann hefur gert eða því sem hann gæti gert. Ég veit það bara að hann er í miklu uppáhaldi hjá mér og veit ég fátt skemmtilegra en að fara til hans þegar ég kem til Reykjavíkur. Þá getum við spjallað um lífið og tilveruna, launabaráttu og réttlæti/óréttlæti heimsins.

Stefán Bjarnason er langafi minn.

 Venni og afi Hér eru afi og Venni minn, tekið í apríl 2007.

 


Ég er heppin...

Sett inn 1.jan ´08 143   Sett inn 1.jan ´08 016

Heart Þessir tveir eru svo æðislegir og dásamlega vel heppnaðir Heart


Lögreglan á prósentum?

Við hjónin skelltum okkur á blót hér í fyrra, Fellablótið. Það var haldið hér rétt fyrir neðan götuna okkar, í fjölnýtihúsi Fellabæjar en þar sem það var fljúgandi hálka og ég ólétt þá ákvað ég að fara á bílnum. Nágrannakona mín átti þrjár vikur eftir af sinni meðgöngu og fór því líka á bíl, alla þessa leið Tounge

Allavega, við vorum báðar stoppaðar af lögreglunni á heimleið. Lögreglan var á eftir henni hérna upp þessa einu götu og hoppaði útúr bílnum til að ræða við hana þegar hún hafði lagt bíl sínum hér fyrir utan. Venjubundið; "Hefurðu smakkað áfengi í kvöld" og allt það. Hún steig útúr bílnum og sagði þeim að hún hefði nú takmarkaða lyst á að drekka og löggan bað hana bara vel að lifa...

Ég skutlaði einni sem vinnur með mér heim eftir blót en hún býr hinum megin í bænum (sem er nú ekki stór...). Löggan birtist rétt eftir að ég fór af bílastæðinu við íþróttahúsið, elti mig heim til hennar og blikkaði mig þar fyrir utan. Stökk út og tékkaði hvort ég hefði drukkið og svona...

Mér finnst flott hjá löggunni að vakta skemmtanir af þessu tagi og sjá til þess að þeir sem eru svo vitlausir að keyra undir áhrifum séu stoppaðir EN ég vil sjá lögguna á bílastæðinu! Ég er handviss um að það skili frekar árangri heldur en að hún birtist alltíeinu einhversstaðar úr leyni eftir að fólk er farið af stað. Er sumsé nokkuð viss um að margir sem ætluðu sér að keyra undir áhrifum myndu hætta við ef þeir hittu lögguna við bílinn...

Er lögraglan á prósentum? Það mætti stundum halda það! "Ef þið stoppið einhvern sem er fullur þá fáið þið 10% af sektinni hans/hennar í skemmtisjóð fyrir ykkar umdæmi...".


mbl.is Fylgst sérstaklega með ölvunarakstri á þorrablótatímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Það held ég nú...

Hver?

Guðný Drífa Snæland
Guðný Drífa Snæland

Dóttir Tótu og Inga, eiginkona Einars Arnar, móðir Vernharðs Inga og Ragnars Sölva. Búsett á Héraðinu, brottfluttur Reykvíkingur. Starfandi leiðbeinandi í fæðingarorlofi.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Venni og afi
  • Sett inn 1.jan ´08 016
  • Sett inn 1.jan ´08 143

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband