Hmmmm...

Ég þyrfti að:

  • Ryksuga og jafnvel skúra
  • þurrka af
  • Setja fötin hans Einars, sem RSE pissaði á í gær, í vélina
  • Pakka niður fyrir VIS sem fer norður í kvöld
  • Taka úr uppþvottavélinni
  • Hella uppá því mig langar í kaffi

Ég ætla að:

  • Hella uppá
  • Setjast niður með RSE, kjassann í kaf og hugsa aðeins lengur um það sem þarf að gera

Og hana nú!

 


Notalegt...

Það er svo margt sem ég á og hef sem mér finnst æðislegt. Og enn fleira sem gleður mig...

  • Nýjir óþvegnir sokkar... ummmm.....
  • Knús frá Venna mínum alveg óvænt hvenær sem er...
  • Nýbökuð skúffukaka með íííííííískaldri mjólk...
  • Símtal frá mömmu eða einhverjum; bara-svona-að-heyra-í-þér-símtal...
  • Koss frá Einari þegar hann kemur á eftir mér í rúmið eða fer að vinna áður en ég vakna, finn það gegnum svefninn... Staðfesting á ástinni...
  • Hlátur frá Ragnari Sölva yfir einhverju ómerkilegu, það þarf lítið til að gleðja 5 mánaða!
  • Gott veður og hressandi göngutúrar...
  • Að fá óvænta gesti sem poppa inn í kaffi og kjaftagang...
  • Hreinn og velilmandi þvottur... Við höfum það gott að geta þvegið af okkur!
  • Góðar fréttir...
  • Og svo endalaust maargt fleira...

Það er svo margt sem hægt er að gleðjast yfir sem vill oft gleymast í daglegu amstri. Einbeitum okkur að því góða í lífi okkar og munum að gleðjast yfir því smáa og get ég lofað ykkur því að dagurinn mun verða mun gleðilegri fyrir vikið LoL

Ekki sammála?


Er ekki alltílalgi???

Er fólk gjörsamlega að tapa sér? Er ekki lengur til eitthvað sem heitir náungakærleikur? Er ekki lengur hægt að ræða málin við mann og annan án þess að allt fari í bál og brand? Er fólk svo upptekið að sjálfu sér að allt annað gleymist? Jah, maður spyr sig...

Ég get alveg sagt ykkur það að miðað við viðbrögð fólks hvert við öðru þá þori ég varla að segja mitt nema við mína nánustu, kannski í gegnum síma en þá má viðkomandi líka ekki vita hvar ég á heima Shocking

Ég held að fólk ætti að hætta þessu stressi og þessari geðveiki í lífsgæðakapphlaupinu og hlúa frekar að sjálfu sér og sínum nánust... Þá væri kannski eitthvað eftir til að gefa af sér til ókunnugra Halo


mbl.is Skapstyggir ökumenn grípa til ýmissa ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Það held ég nú...

Hver?

Guðný Drífa Snæland
Guðný Drífa Snæland

Dóttir Tótu og Inga, eiginkona Einars Arnar, móðir Vernharðs Inga og Ragnars Sölva. Búsett á Héraðinu, brottfluttur Reykvíkingur. Starfandi leiðbeinandi í fæðingarorlofi.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Venni og afi
  • Sett inn 1.jan ´08 016
  • Sett inn 1.jan ´08 143

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband