Dúllurassar

Horfði á keppnina með öðru í gær og get ekki annað en brosað, nú, eða grátið... Veit ekki hvort enda er ég soddan drottning...

Allavega, er þetta ekki keppni um að vera flottur karlmaður? Í sakleysi mínu hélt ég það nú en svo virðist ekki vera. Þeir voru að minnsta kosti ekkert sérstaklega karlmannlegir þarna á sviðinu. Allir voru þeir með gervibrúnku sem var nákvæmlega eins á litinn og parketdregillinn á sviðinu. Enginn þeirra hafði svo mikið sem hálmsstrá á bringunni, hvað þá að punghárin væru farin að ná uppá höku eða á vanga. Lappirnar svo vel rakaðar að það hefði mátt spegla sig í þeim og hvað var málið með V-hálsmálsbolina undir jakkafötunum? Berir alveg niður að nafla!

Ég veit það ekki, fyrir mér þarf karlmaður að hafa eitthvað karlmannlegt við sig og mér fannst þessir ekkert sérstaklega karlmannlegir! Ægilegir dúllurassar allir saman, voða sætir og allt það, en kvenlegri en ég sjálf og flestar mínar vinkonur!

Það var þó einn sem kominn með hár á andlitið og svona og hann var í öðru sæti. Leyst rosa vel á þegar búið var að telja upp þá sem voru í 5 efstu sætunum, þar voru allavega tveir sem voru hærri en einnsextíogekkert! En unnu þeir? Nei, þeir voru sko í 2. og 3ja sæti og var Herra Ísland sjálfur eins og krækiber í helvíti á milli þeirra í myndatökunni eftirá enda er hann voða krúttlegur og ekki nema einnsextíuogeitthvað. Kannski hann skríði í einnogsjötíu...

Er þetta málið í dag? Eiga "karlmennirnir" okkar að vera orðnir svo mjúkir að varla sjáist lengur munur á því hvort kynið um ræðir? Ef svo er, þá er ég ekki með í þeim leik. Kynin eru ekki eins og eiga ekki að vera það!

Guðný Drífa kveður, ánægð með sinn KARLmann sem leyfir báðum bringuhárunum að vera á sínum stað og lætur mig um fótaraksturinn á heimilinu Tounge


mbl.is Ágúst Örn kjörinn herra Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrmpf....

 Vorkunnarblogg dauðans...

Ég er lasin. Man ekki eftir því að hafa orðið svona veik síðan ég veit ekki hvenær. Það er ekki gott...

Er með um 39stiga hita, full af hori og gjörsamlega að farast úr beinverkjum. Hringdi meiraðsegja í kallinn um hálffjögur í dag og bað hann vinsamlegast um að koma heim úr vinnunni þar sem ég héldi varla haus.

Aumingjans ég...

 


Lata-Stelpan

Ein af mínum uppáhaldsbókum í æsku var bókin um Lötu-Stelpuna. Tær snilld! Hún var svo löt og leiðinleg að einn góðan veðurdag fengu kötturinn, húsbúnaðurinn, húsgögnin og meiraðsegja húsið sjálft alveg nóg og hlupust á brott. Allt endaði þetta nú vel og hætti stúlkan að vera löt og húsið, kötturinn og dótið féllst á að lifa áfram með henni...

Ég rifjaði þetta upp í morgun yfir kaffibollanum mínum og til þess að eiga það ekki á hættu að allt mitt dót, já og húskofinn minn, flýðu undan mér þá dreif ég í því að þurrka af, ryksuga, skúra, ganga frá þvotti ofl. Pakkaði meiraðsegja líka niður fyrir Venna þó hann fari ekki fyrr en í kvöld!

Það væri voða leiðinlegt ef það fréttist til næstu bæja að hún Lata-Guðný væri svo löt að húsið hefði yfirgefið hana...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Það held ég nú...

Hver?

Guðný Drífa Snæland
Guðný Drífa Snæland

Dóttir Tótu og Inga, eiginkona Einars Arnar, móðir Vernharðs Inga og Ragnars Sölva. Búsett á Héraðinu, brottfluttur Reykvíkingur. Starfandi leiðbeinandi í fæðingarorlofi.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Venni og afi
  • Sett inn 1.jan ´08 016
  • Sett inn 1.jan ´08 143

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband