14.1.2008 | 23:56
Stoltið...
Það sem við mæðginin vorum stolt af frænda, Hannesi Jóni, í þessum leik! Ég leyfði púkanum að vaka aðeins lengur en venjulega til að horfa á leikinn og var minn maður gjörsamlega að kafna úr spenningi. Í hvert sinn sem einhver skoraði þá heyrðist: "Varidda Hannes frændi mamma?!". Og úr því að frændi stóð sig svona vel gat ég svarað sjösinnum með bros á vör "Já Venni, þetta var frændi!", þá stóð minn maður upp og steig villtan dans, algjör dúlla...
Annars hlakka ég til mótsins. Er í skýjunum yfir því að vera heima og geta með góðri samvisku horft á alla leiki íslenska liðsins ásamt Venna mínum, jafnvel þó hann tali stanslaust enda er hann að verða ansi áhugasamur um boltann og spyr í sífellu af hverju þessi gerði þetta eða hitt og afhverju dómarinn dæmi svona og svona. Inná milli má svo heyra hann blóta dómurunum ef honum finnst á Íslendingum brotið...
Besta setningin í kvöld var samt: "Mamma, Kristjana frænka verður örugglega reið við Hannes ef dómarinn þarf að skamma hann eitthvað eða reka hann útaf...".
Öruggur sigur Íslands, 33:28 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Það held ég nú...
Tenglar
Hitt og þetta
- Hvernig er veðrið?
- Mogginn, ómissandi!
- Ljósmæðravefurinn gagnelgt fyrir þá sem þetta varðar!
Barnabloggin
- Alexander Freyr Örvarsson, frændi sona minna
- Sigurður Alex Sonur Sirrýjar og Sigurgeirs
- Anton Breki, bróðir Venna
- Hilmir Þór, bróðursonur minn Sonur Hafsteins og Eyrúnar
- Ragnar Sölvi, litli prinsinn minn Krúttið mitt
- Venni minn, frumburðurinn Yndislegastur
Blogg en ekki Moggablogg
- Gréta Aðalsteins Fellamær
- Ættarbloggið Brunnastaðaættin
- Ásta Þöll í Kóngsins Köben Yndisleg vinkona
- Strákarnir
- Sigríður sveitalúði
- Þórdís systir bestasta besta!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hann sonur þinn er bara DÁSAMLEGUR
Gurra (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.