8.1.2008 | 23:53
Skammarlegt...
Það er ekki laust við að konan skammist sín þessa dagana... Fyrsta, og vonandi síðasta, hraðasektin er komin í hús...
Þegar við vorum á heimleið að sunnan fórum við í gegnum Hvalfjarðargöngin eins og venjulega. Á leiðinni inní göngin stóð ég nánast á bremsunni og blótaði því hart hversu lúmskt brött brekkan er niðurí helv*** göngin. Þegar við vorum að verða komin niður brekkuna kom þetta líka ægilega flass, BAMM!!! Og Einar hló... Ég hló ekki, vissi ekki alveg hvað þetta var eiginlega, hélt að ljósin í göngunum væru að bila... Stupid girl... Einar hélt áfram að hlægja... "Ha ha ha ha, það var tekin mynd af þér!!! Ha ha ha ha...".
Ég með kvíðahnút í maganum fylgdist með póstinum í nokkra daga og inn kom seðillinn, FIMMTÁNÞÚSUNDKRÓNUR TAKK! En ef þú borgar fyrir 4. janúar þá eru það ellefuþúsund... (mæld á 87km/klst - hámarkshraði er 70km/klst)
...Verst fannst mér að fá ekki fjandans myndina með, það er ekki á hverjum degi sem tekin er mynd af allri fjölskyldunni saman...
Um bloggið
Það held ég nú...
Tenglar
Hitt og þetta
- Hvernig er veðrið?
- Mogginn, ómissandi!
- Ljósmæðravefurinn gagnelgt fyrir þá sem þetta varðar!
Barnabloggin
- Alexander Freyr Örvarsson, frændi sona minna
- Sigurður Alex Sonur Sirrýjar og Sigurgeirs
- Anton Breki, bróðir Venna
- Hilmir Þór, bróðursonur minn Sonur Hafsteins og Eyrúnar
- Ragnar Sölvi, litli prinsinn minn Krúttið mitt
- Venni minn, frumburðurinn Yndislegastur
Blogg en ekki Moggablogg
- Gréta Aðalsteins Fellamær
- Ættarbloggið Brunnastaðaættin
- Ásta Þöll í Kóngsins Köben Yndisleg vinkona
- Strákarnir
- Sigríður sveitalúði
- Þórdís systir bestasta besta!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
geturðu ekki bara hringt í og athugað með að fá myndina senda.... þetta gæti verið mynd sem ætti heima á ískápnum við hliðina á sektinni
Gurra (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.