31.1.2008 | 13:58
Það hlaut að koma að því...
...að við fengjum eitthvað af þessu veðri sem alltaf er að ganga yfir allt landið en hefur aldrei haft viðkomu hér á Héraði. Svona þannig séð... Það hefur allavega ekki verið neitt stórkostlegt vetrarveður hér miðað við annarsstaðar á landinu. Í dag er hvasst, ofankoma, skafrenningur og læti! Alvöru bylur sumsé. Enda hef ég alltaf sagt það að mér finnist nú frekar skrýtið að flytja svona langt frá höfuðborginni og fá svo aldrei almennilegan vetur!
Svona veðri fylgir þó leti, sem er ekki gott þessa dagana vegna þess að á mínu heimili er nóg um að vera! Er að fara að flytja. Já, nú ætlar konan að gerast alvöru sveitakona og flýja úr þéttbýlinu, HÚRRA FYRIR ÞVÍ! Við erum búin að kaupa hús sem er fokhelt og stendur á lóð Teigabóls, heimahögum Einars. Á meðan við klárum það ætlum við að hafa okkar heimavistir í Holti sem er næsti bær við Teigaból. Frumburðurinn getur ekki beðið eftir því að komast í sveitina enda ægilegt sport að fara með skólabíl í skólann.
Fór í þetta ægilega fína dekur i gær sem ég mæli með fyrir ALLA! Ég átti gjafabréf á snyrtistofu og ákvað að fara í eittvað sem ég leyfi mér aldrei, reyndar fer ég aldrei á snyrtistofur ef útí það er farið... Eníhú; fór sumsé í andlitsbað sem tók nærri tvo tíma takk fyrir og maður minn, þvílíkt dekur! Ég var þvegin, sótthreinsuð, settur maski, kreyst, plokkuð, nudduð í andliti, á herðum og niður á bringu, hreinsuð betur, kremborin og olíuborin. Eftirá leið mér eins og ég væri tigniborin. Svona hlýtur drottningum að líða...
Þorrablót Fellamanna er á laugardag og er mikil tilhlökkun á mínu heimili enda ætla hjónakornin að skella sér. Gleði gleði! Frumburðurinn er líka að kafna úr spenningi því Heiða frænka og Brian ætla að passa og þá fær maðurinn sko að panta pizzu. Það þarf ekki mikið til að gleðja 6 ára...
Læt þetta duga í bili, munið eftir kommentum og gestabók
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2008 | 15:17
Martröð...
"Mammaaaaaaa, ég er búinn að gubba á gólfiiiiiiið.......". Mikill grátur fylgdi þessu góli. Við þetta vaknaði ég klukkan 1 í nótt, frumburðurinn kominn með gubbupest, greit! Hljóp inní herbergi til hans, henti handklæði yfir slettuna og leiddi hann fram í stofu með fötu. Ég fór að verka upp. Eftir smá stund sagðist hann vera svangur! Rétti honum 3 saltstangir og ogguítið goslaust kók í glas. Eftir eina og hálfa stöng kom hrina tvö. Hálffyllti fötuna greyið og var gjersamlega búinn á því á eftir. Bjó um okkur í stofunni, hann á gólfinu vopnaður fötu og bala, og ég í sófanum. Hann sofnaði fljótt en ég vakti hann um 3 þegar mér fannst hann eitthvað skrítinn. Þá reis hann upp, reif í fötuna og setti slatta í hana. Tæmdi mallann en kúgaðist svo þessi ósköp á eftir, allt búið úr maganum...
...Ég náði að sofna um sex en litli mann vaknaði hálfsjö til að drekka. Fór þá inn til hans, gaf honum og svo aftur fram, dormaði til átta en þá vaknaði lillinn aftur og heimtaði meira! Við kúrðum svo til að verða níu.
Það hefur ekkert meira komið uppúr Venna síðan í nótt en ræfillinn liggur enn á dýnunni og er með 39stiga hita takk fyrir! Það verður semsagt ekki skóli á morgun heldur...
Þeir sem þekkja mig vita að ég er með ælufóbíu á háu stigi. Get ekki hlustað á einhvern æla, hvað þá að horfa á og þurrka upp. Mér finnst ég alltaf jafn mikil hetja að geta lifað þetta af eftir Venna!
Heldég geti með sanni sagt að þetta er það eina sem skyggir á móðurhlutverkið að mínu mati...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2008 | 12:10
En Keikó?
Ég get ekki að því gert en mér hefur fundist allt þetta mál um Bobby greyið hálfkjánalegt... Bæði koma hans hingað til lands og svo fréttaflutningur þessa dagana um dauða hans.
Þetta minnir allt á hið kjánalega Keikó mál, enda hvorutveggja með pínlegustu sjónvarpsútsendingum í manna minnum þegar báðir þessir karakterar voru myndaðir í bak og fyrir við komuna til landsins. Man ekki betur en að útsendingar hafi meiraðsegja hafist áður en vélarnar lentu... Þvílík vitleysa!
Veit ekki hvort Keikó kallinn er lífs eða liðinn en ef hann hefur ekki enn fengið sinn reit þá fer ég hér með fram á það hann verði einnig jarðsettur á Þingvöllum.
Fischer grafinn á Þingvöllum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Það held ég nú...
Tenglar
Hitt og þetta
- Hvernig er veðrið?
- Mogginn, ómissandi!
- Ljósmæðravefurinn gagnelgt fyrir þá sem þetta varðar!
Barnabloggin
- Alexander Freyr Örvarsson, frændi sona minna
- Sigurður Alex Sonur Sirrýjar og Sigurgeirs
- Anton Breki, bróðir Venna
- Hilmir Þór, bróðursonur minn Sonur Hafsteins og Eyrúnar
- Ragnar Sölvi, litli prinsinn minn Krúttið mitt
- Venni minn, frumburðurinn Yndislegastur
Blogg en ekki Moggablogg
- Gréta Aðalsteins Fellamær
- Ættarbloggið Brunnastaðaættin
- Ásta Þöll í Kóngsins Köben Yndisleg vinkona
- Strákarnir
- Sigríður sveitalúði
- Þórdís systir bestasta besta!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar