Fílingurinn kominn...

Hér er allt í góðum gír... Erum að fara uppeftir á Teigaból á eftir að þrífa og skreyta hjá Steina. Hér er allt orðið klárt, á bara eftir að pakka inn gjöfunum til prinsanna minna allra þriggja og svo verður skúrað yfir á Þorláksmessukvöld. Planið er að hafa aðfangadag notalegan og jafnvel kasta sér aftur í koju um hádegi með litla manninum... Uuummm, notaleg tilhugsun...

Einar og Venni ætla að fara í dag og höggva fyrir okkur tré, það verður spennandi. Draumur barnsins er að fá svakalega stórt tré en foreldrarnir eru ekki eins spenntir fyrir því. Spennandi að sjá hvert samkomulagið verður hjá þeim köppum!

Ekki hefur ein einasta kartafla ratað í skóinn á þessu heimili, sjúúúkkk! EN hér er gott að vera jóli, á hverju kvöldi er glugginn fylltur af mömmukökum, súkkulaðibitakökum, piparkökum og sykurbrenndum möndlum. Hvaða jólasveinn gefur barni sem sér til þess að sveinki svelti ekki á ferðalagi sínu um nótt kartöflu? Það er bara ekki hægt... Reyndar hefur hann heldur ekkert átt það skilið...

Það er ekki planið að blogga fyrir jól, nema upp komi eitthvað voða merkilegt sem ég get alls ekki hamið mig um að blaðra um...

Kæru vinir, bloggvinir og aðrir sem hingað poppa inn, ég óska ykkur og ykkar fylgifiskum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Heart


Ísland; Bezt í heimi?

Mér finnst ekkert eðlilegt við það að á Íslandi, í allri velmeguninni og þar sem á að vera svo dásamlegt að búa, skulu allavega 2000 (ekki 200...) fjölskyldur þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin.

Bilið á milli þeirra sem hafa það gott og hinna sem ekki hafa það eins gott er alltaf að stækka, það er, þeir sem hafa það gott hafa vita ekkert hvað þeir eiga að gera við alla peningana sína (í kvöldfréttum í gær var við gullsmið sem sagðist vera búinn að selja allmargar jólagjafir uppá hálfa milljón eða meira og einhverjar sem ná milljóninni!) en þeir sem lítinn pening eiga hafa ekki einusinni efni á að gefa fólkinu sínu og sér sjálfum að éta!

Mér er spurn, er þetta eðlilegt í þessu ofsafína velmegunarlandi okkar???

ÍSLAND; BEZT Í HEIMI minn rass....


mbl.is Sáu ekki fram á að geta haldið jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓTTI!

Þetta er eitthvað sem ég óttast hrikalega og er algjörlega og án efa ástæða númer 1, 2 og 3 þess að ég stunda engar skíðaíþróttir...

...allavega finnst mér þetta góð afsökun til að stunda ekki svona íþróttir Tounge


mbl.is Föst í skíðalyftu í tólf tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Það held ég nú...

Hver?

Guðný Drífa Snæland
Guðný Drífa Snæland

Dóttir Tótu og Inga, eiginkona Einars Arnar, móðir Vernharðs Inga og Ragnars Sölva. Búsett á Héraðinu, brottfluttur Reykvíkingur. Starfandi leiðbeinandi í fæðingarorlofi.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Venni og afi
  • Sett inn 1.jan ´08 016
  • Sett inn 1.jan ´08 143

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband