23.1.2008 | 15:17
Martröð...
"Mammaaaaaaa, ég er búinn að gubba á gólfiiiiiiið.......". Mikill grátur fylgdi þessu góli. Við þetta vaknaði ég klukkan 1 í nótt, frumburðurinn kominn með gubbupest, greit! Hljóp inní herbergi til hans, henti handklæði yfir slettuna og leiddi hann fram í stofu með fötu. Ég fór að verka upp. Eftir smá stund sagðist hann vera svangur! Rétti honum 3 saltstangir og ogguítið goslaust kók í glas. Eftir eina og hálfa stöng kom hrina tvö. Hálffyllti fötuna greyið og var gjersamlega búinn á því á eftir. Bjó um okkur í stofunni, hann á gólfinu vopnaður fötu og bala, og ég í sófanum. Hann sofnaði fljótt en ég vakti hann um 3 þegar mér fannst hann eitthvað skrítinn. Þá reis hann upp, reif í fötuna og setti slatta í hana. Tæmdi mallann en kúgaðist svo þessi ósköp á eftir, allt búið úr maganum...
...Ég náði að sofna um sex en litli mann vaknaði hálfsjö til að drekka. Fór þá inn til hans, gaf honum og svo aftur fram, dormaði til átta en þá vaknaði lillinn aftur og heimtaði meira! Við kúrðum svo til að verða níu.
Það hefur ekkert meira komið uppúr Venna síðan í nótt en ræfillinn liggur enn á dýnunni og er með 39stiga hita takk fyrir! Það verður semsagt ekki skóli á morgun heldur...
Þeir sem þekkja mig vita að ég er með ælufóbíu á háu stigi. Get ekki hlustað á einhvern æla, hvað þá að horfa á og þurrka upp. Mér finnst ég alltaf jafn mikil hetja að geta lifað þetta af eftir Venna!
Heldég geti með sanni sagt að þetta er það eina sem skyggir á móðurhlutverkið að mínu mati...
Um bloggið
Það held ég nú...
Tenglar
Hitt og þetta
- Hvernig er veðrið?
- Mogginn, ómissandi!
- Ljósmæðravefurinn gagnelgt fyrir þá sem þetta varðar!
Barnabloggin
- Alexander Freyr Örvarsson, frændi sona minna
- Sigurður Alex Sonur Sirrýjar og Sigurgeirs
- Anton Breki, bróðir Venna
- Hilmir Þór, bróðursonur minn Sonur Hafsteins og Eyrúnar
- Ragnar Sölvi, litli prinsinn minn Krúttið mitt
- Venni minn, frumburðurinn Yndislegastur
Blogg en ekki Moggablogg
- Gréta Aðalsteins Fellamær
- Ættarbloggið Brunnastaðaættin
- Ásta Þöll í Kóngsins Köben Yndisleg vinkona
- Strákarnir
- Sigríður sveitalúði
- Þórdís systir bestasta besta!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.