Lögreglan á prósentum?

Við hjónin skelltum okkur á blót hér í fyrra, Fellablótið. Það var haldið hér rétt fyrir neðan götuna okkar, í fjölnýtihúsi Fellabæjar en þar sem það var fljúgandi hálka og ég ólétt þá ákvað ég að fara á bílnum. Nágrannakona mín átti þrjár vikur eftir af sinni meðgöngu og fór því líka á bíl, alla þessa leið Tounge

Allavega, við vorum báðar stoppaðar af lögreglunni á heimleið. Lögreglan var á eftir henni hérna upp þessa einu götu og hoppaði útúr bílnum til að ræða við hana þegar hún hafði lagt bíl sínum hér fyrir utan. Venjubundið; "Hefurðu smakkað áfengi í kvöld" og allt það. Hún steig útúr bílnum og sagði þeim að hún hefði nú takmarkaða lyst á að drekka og löggan bað hana bara vel að lifa...

Ég skutlaði einni sem vinnur með mér heim eftir blót en hún býr hinum megin í bænum (sem er nú ekki stór...). Löggan birtist rétt eftir að ég fór af bílastæðinu við íþróttahúsið, elti mig heim til hennar og blikkaði mig þar fyrir utan. Stökk út og tékkaði hvort ég hefði drukkið og svona...

Mér finnst flott hjá löggunni að vakta skemmtanir af þessu tagi og sjá til þess að þeir sem eru svo vitlausir að keyra undir áhrifum séu stoppaðir EN ég vil sjá lögguna á bílastæðinu! Ég er handviss um að það skili frekar árangri heldur en að hún birtist alltíeinu einhversstaðar úr leyni eftir að fólk er farið af stað. Er sumsé nokkuð viss um að margir sem ætluðu sér að keyra undir áhrifum myndu hætta við ef þeir hittu lögguna við bílinn...

Er lögraglan á prósentum? Það mætti stundum halda það! "Ef þið stoppið einhvern sem er fullur þá fáið þið 10% af sektinni hans/hennar í skemmtisjóð fyrir ykkar umdæmi...".


mbl.is Fylgst sérstaklega með ölvunarakstri á þorrablótatímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Það held ég nú...

Hver?

Guðný Drífa Snæland
Guðný Drífa Snæland

Dóttir Tótu og Inga, eiginkona Einars Arnar, móðir Vernharðs Inga og Ragnars Sölva. Búsett á Héraðinu, brottfluttur Reykvíkingur. Starfandi leiðbeinandi í fæðingarorlofi.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Venni og afi
  • Sett inn 1.jan ´08 016
  • Sett inn 1.jan ´08 143

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband