22.12.2007 | 10:43
Fílingurinn kominn...
Hér er allt í góðum gír... Erum að fara uppeftir á Teigaból á eftir að þrífa og skreyta hjá Steina. Hér er allt orðið klárt, á bara eftir að pakka inn gjöfunum til prinsanna minna allra þriggja og svo verður skúrað yfir á Þorláksmessukvöld. Planið er að hafa aðfangadag notalegan og jafnvel kasta sér aftur í koju um hádegi með litla manninum... Uuummm, notaleg tilhugsun...
Einar og Venni ætla að fara í dag og höggva fyrir okkur tré, það verður spennandi. Draumur barnsins er að fá svakalega stórt tré en foreldrarnir eru ekki eins spenntir fyrir því. Spennandi að sjá hvert samkomulagið verður hjá þeim köppum!
Ekki hefur ein einasta kartafla ratað í skóinn á þessu heimili, sjúúúkkk! EN hér er gott að vera jóli, á hverju kvöldi er glugginn fylltur af mömmukökum, súkkulaðibitakökum, piparkökum og sykurbrenndum möndlum. Hvaða jólasveinn gefur barni sem sér til þess að sveinki svelti ekki á ferðalagi sínu um nótt kartöflu? Það er bara ekki hægt... Reyndar hefur hann heldur ekkert átt það skilið...
Það er ekki planið að blogga fyrir jól, nema upp komi eitthvað voða merkilegt sem ég get alls ekki hamið mig um að blaðra um...
Kæru vinir, bloggvinir og aðrir sem hingað poppa inn, ég óska ykkur og ykkar fylgifiskum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Um bloggið
Það held ég nú...
Tenglar
Hitt og þetta
- Hvernig er veðrið?
- Mogginn, ómissandi!
- Ljósmæðravefurinn gagnelgt fyrir þá sem þetta varðar!
Barnabloggin
- Alexander Freyr Örvarsson, frændi sona minna
- Sigurður Alex Sonur Sirrýjar og Sigurgeirs
- Anton Breki, bróðir Venna
- Hilmir Þór, bróðursonur minn Sonur Hafsteins og Eyrúnar
- Ragnar Sölvi, litli prinsinn minn Krúttið mitt
- Venni minn, frumburðurinn Yndislegastur
Blogg en ekki Moggablogg
- Gréta Aðalsteins Fellamær
- Ættarbloggið Brunnastaðaættin
- Ásta Þöll í Kóngsins Köben Yndisleg vinkona
- Strákarnir
- Sigríður sveitalúði
- Þórdís systir bestasta besta!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðileg jól í sveitina
Helga Dóra, 26.12.2007 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.