Ísland; Bezt í heimi?

Mér finnst ekkert eðlilegt við það að á Íslandi, í allri velmeguninni og þar sem á að vera svo dásamlegt að búa, skulu allavega 2000 (ekki 200...) fjölskyldur þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin.

Bilið á milli þeirra sem hafa það gott og hinna sem ekki hafa það eins gott er alltaf að stækka, það er, þeir sem hafa það gott hafa vita ekkert hvað þeir eiga að gera við alla peningana sína (í kvöldfréttum í gær var við gullsmið sem sagðist vera búinn að selja allmargar jólagjafir uppá hálfa milljón eða meira og einhverjar sem ná milljóninni!) en þeir sem lítinn pening eiga hafa ekki einusinni efni á að gefa fólkinu sínu og sér sjálfum að éta!

Mér er spurn, er þetta eðlilegt í þessu ofsafína velmegunarlandi okkar???

ÍSLAND; BEZT Í HEIMI minn rass....


mbl.is Sáu ekki fram á að geta haldið jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er mjög eðlilegt að þetta sé svona, í öllum löndum er einhver fátækari en annar. Munurinn hér er sá að fólk sem þarf að fá hjálp fær hana, annarsstaðar er ekki skeytt um það, það  gerir Ísland gott til dæmis. Þó að bilið milli ríkra og fátækra sé að breikka þýðir það ekki að við séum að verða fátækari heldur bara að fleiri eiga mikinn pening.

Guðrún Geirsdótttir (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Guðný Drífa Snæland

Guðrún: Ég er ekki sammála því að þetta sé eðlilegt. Við erum alltof fámenn þjóð til þess að bilið þurfi að vera svo breitt! Auðvitað er ég ekki að segja að allir eigi að hafa nákvæmlega það sama á milli handanna en við erum andskotann ekki það mörg að við ættum ekki öll að geta haft eitthvað!

Guðný Drífa Snæland, 19.12.2007 kl. 13:30

3 identicon

Sæl Guðný Drífa og takk fyrir góða athugasemd sem ég sá í gegnum mbl.is. Ég er alveg sammála þér.

Þú kannast nú ábyggilega ekkert við mig en ég mátti til með að kíkja við. Ég var að passa hana Þórdísi Helgu systur þína í "gamla daga" þegar Hanna Lóa var með þig í vist :). Langaði bara að kíkja við :). Bið voðalega vel að heilsa.

Helga Magnea (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 15:28

4 Smámynd: Linda

sammála þér Guðný Drífa.

Linda, 19.12.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Það held ég nú...

Hver?

Guðný Drífa Snæland
Guðný Drífa Snæland

Dóttir Tótu og Inga, eiginkona Einars Arnar, móðir Vernharðs Inga og Ragnars Sölva. Búsett á Héraðinu, brottfluttur Reykvíkingur. Starfandi leiðbeinandi í fæðingarorlofi.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Venni og afi
  • Sett inn 1.jan ´08 016
  • Sett inn 1.jan ´08 143

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband