5.12.2007 | 10:31
Jólin jólin jólin...
Það er alltaf nóg að gera á "stóru" heimili! Hehe... Þetta var afsökun dagsins fyrir bloggleti
Hér er bara allt á fullu í jólaundirbúningi, ég nýt þess að vera í fæðingarorlofi og að geta gert hlutina í rólegaheitunum, ekkert stress á þessum bæ... Flestar gjafir komnar í hús og þær sem eftir eru, eru vandlega geymdar í kollinum enda búið að ákveða hvað skal kaupa.
Nokkur jólakort skrifuð, enn er uþb einn sjötti eftir... Góðir hlutir gerast hægt, þetta er skrifað í rólegheitunum á kvöldin á meðan horft er á TV með öðru...
Sörurnar komnar í frystinn, mömmukökur ásamt tveimur sortum í viðbót komnar á sinn stað í dalla og þá eru bara piparkökurnar eftir en þær eru bakaðar eingöngu til þess að leyfa erfðaprinsinn að spreyta sig í eldhúsinu.
Það sem liggur kannski mest á er að komast suður í jólaheimsóknir! Ég er reyndar alveg guðslifandifegin að þurfa ekki í jólagjafabúðarráp í Reykjavíkinni, en mig langar svo óskaplega til að komast til pabba og co, ömmu og afa, langafa, Gurru, Estherar... Neyðist samt kannski til að kíkja í Hagkaup eða eitthvað og kaupa spariföt á drengina mína þar sem ég hef ekki rekist á neitt fínt hér í Kaupfétinu...
Fór í síðustu viku á geggjað jólakvöld með vinnunni þar sem við átum dýrindis mumu og eitthvað ægilega gott á eftir sem ég man ekki hvað heitir, voða huggulegt og skemmtilegt. Í gær fór ég svo á fund með L-listanum og það var svona jólajólafundur... Funduðum á Gistihúsinu á Egilsstöðum (sami staður og ég át mumu-ið) og vorum með síldarkvöld. Afskaplega notalegt og alveg ofsalega gott.
Ætla að láta eina mynd af prinsunum mínum fylgja hér með og ég verð nú bara að vera sammála honum afa mínum, ég er bara afskaplega góð til undaneldis!
Um bloggið
Það held ég nú...
Tenglar
Hitt og þetta
- Hvernig er veðrið?
- Mogginn, ómissandi!
- Ljósmæðravefurinn gagnelgt fyrir þá sem þetta varðar!
Barnabloggin
- Alexander Freyr Örvarsson, frændi sona minna
- Sigurður Alex Sonur Sirrýjar og Sigurgeirs
- Anton Breki, bróðir Venna
- Hilmir Þór, bróðursonur minn Sonur Hafsteins og Eyrúnar
- Ragnar Sölvi, litli prinsinn minn Krúttið mitt
- Venni minn, frumburðurinn Yndislegastur
Blogg en ekki Moggablogg
- Gréta Aðalsteins Fellamær
- Ættarbloggið Brunnastaðaættin
- Ásta Þöll í Kóngsins Köben Yndisleg vinkona
- Strákarnir
- Sigríður sveitalúði
- Þórdís systir bestasta besta!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þeir eru bara fallegastir, hlakka svo til að sjá ykkur öll
Gurra (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 11:39
Ohhh þeir eru svo sætir og fallegir
Ég hlakka svooo til að sjá ykkur
Knús og kossar frá okkur til ykkar
Esther :) (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.