Íslendingar...

Íslendingar eru dramatískir, af því verður ekki skafið. Ég skal aldrei trúa öðru en að þarna hafi orðið einhver misskilningur á milli manna eða þá hreinlega að reglurnar séu bara þannig að hún ÁTTI að bíða! Ég er allavega viss um það að þetta hafi ekki verið gert af einskærri illsku starfsfólks spítalans. Það er ekki einsog einhver hópur hafi tekið sig saman á meða móðirin svaf og ákveðið; "Hey, eigum við að vera geðveikt nasty við þessa? Við skulum ekki leyf´enni að sjá krakkann fyrren eftir hádegi!".

Ég held að svona fréttir séu stundum settar í blöðin eingöngu til þess að æsa fólk upp, allavega er æsingurinn svakalegur yfir þessu hér í bloggheimum.

Trúum ekki öllu sem við lesum, það eru alltaf allavega tvær hliðar á hverju máli og allir eiga rétt á að segja sína hlið...

Guðný, yfir og út: Neitar að trúa því að kerfið sé svona ómanneskjulegt...


mbl.is Fékk ekki að sjá nýfæddan son sinn strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki verið að tala um illsku í þessu sambandi heldur léleg vinnubrögð. Það er líklega skortur á náungakærleika eða jafnvel áhugaleysi fyrir vinnunni sem veldur þessu. Ekkert ólíklegt heldur að starfsfólk á sjúkrahúsum séu orðin nokkuð ónæm fyrir nöldri frá sjúklingum þannig að það er ekki hlustað raunverulega. Ég get s.s. skilið að skortur á starfsfólki geri þetta að verkum.

Grétar Þorsteinsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 23:23

2 identicon

Ég efast um að fólk sem vísvitandi velji að vinna á fæðingardeildinni og búið að sérmennta sig í slíku sé að markvisst láta nýbökuðum mæðrum líða illa. Það er alveg skiljanlegt að það séu vinnureglur það sem og á flestum öðrum stöðum. Heilbrigiðsstéttin er búin að agra og garga í mörg ár því að það er búið að vera algjörlega óviðunandi starfsmannaskortur og það bitnar að sjálfsögðu ekki á neinum öðrum en þeim sem borga þeim lágu launin þeirra, okkur skattborgurum sem þurfum á aðhlynningu að halda

Jónína (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Það held ég nú...

Hver?

Guðný Drífa Snæland
Guðný Drífa Snæland

Dóttir Tótu og Inga, eiginkona Einars Arnar, móðir Vernharðs Inga og Ragnars Sölva. Búsett á Héraðinu, brottfluttur Reykvíkingur. Starfandi leiðbeinandi í fæðingarorlofi.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Venni og afi
  • Sett inn 1.jan ´08 016
  • Sett inn 1.jan ´08 143

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband