13.11.2007 | 13:18
Lata-Stelpan
Ein af mínum uppáhaldsbókum í æsku var bókin um Lötu-Stelpuna. Tær snilld! Hún var svo löt og leiðinleg að einn góðan veðurdag fengu kötturinn, húsbúnaðurinn, húsgögnin og meiraðsegja húsið sjálft alveg nóg og hlupust á brott. Allt endaði þetta nú vel og hætti stúlkan að vera löt og húsið, kötturinn og dótið féllst á að lifa áfram með henni...
Ég rifjaði þetta upp í morgun yfir kaffibollanum mínum og til þess að eiga það ekki á hættu að allt mitt dót, já og húskofinn minn, flýðu undan mér þá dreif ég í því að þurrka af, ryksuga, skúra, ganga frá þvotti ofl. Pakkaði meiraðsegja líka niður fyrir Venna þó hann fari ekki fyrr en í kvöld!
Það væri voða leiðinlegt ef það fréttist til næstu bæja að hún Lata-Guðný væri svo löt að húsið hefði yfirgefið hana...
Um bloggið
Það held ég nú...
Tenglar
Hitt og þetta
- Hvernig er veðrið?
- Mogginn, ómissandi!
- Ljósmæðravefurinn gagnelgt fyrir þá sem þetta varðar!
Barnabloggin
- Alexander Freyr Örvarsson, frændi sona minna
- Sigurður Alex Sonur Sirrýjar og Sigurgeirs
- Anton Breki, bróðir Venna
- Hilmir Þór, bróðursonur minn Sonur Hafsteins og Eyrúnar
- Ragnar Sölvi, litli prinsinn minn Krúttið mitt
- Venni minn, frumburðurinn Yndislegastur
Blogg en ekki Moggablogg
- Gréta Aðalsteins Fellamær
- Ættarbloggið Brunnastaðaættin
- Ásta Þöll í Kóngsins Köben Yndisleg vinkona
- Strákarnir
- Sigríður sveitalúði
- Þórdís systir bestasta besta!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst það stundum afar undarlegt að mín húsgögn og mitt dót sé ekki löngu farið. Lata-Dóra er yfirleitt við stjórnvölin í mínu húsi, því miður.
Helga Dóra (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.