1.11.2007 | 23:09
BJÖRGUNARKALLINN/-KELLINGIN
Mig langar til að biðja lesendur að hugsa sig vel um og athuga hvort þeir geti ekki pungað út fyrir kostnaði þessarar lyklakippu sem verður til sölu víða um helgina. Spáum aðeins í það að við sjálf gætum þurft á þessum hetjum að halda.
Hinn helmingur hjónabands míns er björgunarsveitarmaður og þekki ég því vel það starf og álagið sem fylgir hverju útkalli. Það sem oft vill gleymast er það að þetta eru ekki bara einhverjir sem hafa ekkert betra að gera en að sinna útköllum. Einu útkalli hjá Einari mínum fylgir svo miklu meira en bara það að fara í leit. Ef það kemur leitarútkall fra 112 þá þýðir það að hann þarf að slá heimsmet í að græja sig, sækja fjórhjólið, ná í aðra sveitarmenn osfrv osfrv... Þegar kallið kemur þá er líka aldrei að vita hversu lengi hann verður að heiman. Hann fer úr vinnu og verður þar með fyrir vinnutapi. Hnn fer að heiman frá fjölskyldu og bitnar þetta því líka á okkur. Þetta starf er það óeigingjarnasta sem til er að mínu mati og ég VEIT og ÞEKKI það sem ég er að tala um!
Ég mundi ekki vilja að hann hætti en mig langaði bara að minna fólk á að þetta snertir alltaf svo miklu fleiri heldur en eingöngu leitarfólkið sjálft. Ég get ekki enn vanist því að þegar kallið kemur að slaka bara á og vona að allt fari vel... Ég á erfitt með svefn ef hann er i björgun að nóttu til, bæði vegna þess að ég veit ekki hverjar aðstæðurnar eru og vegna þess að enginn veit hvenær von er leitarmönnum heim...
...hugsum um þetta og kaupum BJÖRGUNARSVEITARKALLINN!
TAKK
Björgunarsveitir kallaðar út vegna rjúpnaskyttna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Það held ég nú...
Tenglar
Hitt og þetta
- Hvernig er veðrið?
- Mogginn, ómissandi!
- Ljósmæðravefurinn gagnelgt fyrir þá sem þetta varðar!
Barnabloggin
- Alexander Freyr Örvarsson, frændi sona minna
- Sigurður Alex Sonur Sirrýjar og Sigurgeirs
- Anton Breki, bróðir Venna
- Hilmir Þór, bróðursonur minn Sonur Hafsteins og Eyrúnar
- Ragnar Sölvi, litli prinsinn minn Krúttið mitt
- Venni minn, frumburðurinn Yndislegastur
Blogg en ekki Moggablogg
- Gréta Aðalsteins Fellamær
- Ættarbloggið Brunnastaðaættin
- Ásta Þöll í Kóngsins Köben Yndisleg vinkona
- Strákarnir
- Sigríður sveitalúði
- Þórdís systir bestasta besta!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek undir þetta, kaupum neyðarkallinn og styðjum rækilega við starf björgunarsveitanna.
Birkir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 00:35
Tek heils hugar undir þetta. Er móðir björgunarsveitarmanns, sem í gær fór í tvö útköll og veit að helgin mun verða strembin. Kaupum björgunarsveitarkallinn.
Valgerður (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 10:21
Gæti orðið strembin, skulum við segja.
Valgerður (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.