Yndislegt...

Það er kominn snjór. Drífan fellur fallega niður og birtir til allt í kring um mig. Mér finnst þetta svo fallegt. Mér finnst snjórinn yndislega dásamlegur þegar hann er svona hvítur og fallegur. Ég er ekki eins hrifin af slabbi og viðbjóði Woundering Fyrir mér má alveg koma hellings snjór og þegar hann er kominn þá má hann líka vera. Ég á ofsalega erfitt með að þola snjókomu, leysingar, hálku, rigningu, snjókomu, leysingar, hálku, rigningu osfrv. Höndla ekki svellbúnt sem ekki er stætt á vegna þess að það rignir endalaust ofan á þau...

En eins og ég sagði þá gleður snjórinn mig í dag svo ég tali nú ekki um gleðina hjá frumburðinum yfir þessu! Eins og hann er nú alltaf duglegur að vera úti, vill helst ekkert annað, þá hefur það ekki verið svoleis í þessum handleggsbrotsraunum hans. Hann var samt úti alveg frá því að hann kom heim úr skólanum í dag þar til það var komið myrkur, og það sem hann var glaður!

Nú sitjum við mæðginin öll inni, vorum að ljúka við grjónagrautinn og kúrum okkur yfir sjónvarpinu. Ég að pikka hér í mínum stól, Venni kominn í náttsloppinn, situr í hinum stólnum og horfir á Simpson og Ragnar Sölvi situr í sínum stól og röflar eitthvað við dótið sitt. Úti kyngir niður þessum fallega snjó sem slær fjólubláum bjarma yfir myrkrið... DÁSAMLEGT!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt kvitt

Helga Dögg (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Það held ég nú...

Hver?

Guðný Drífa Snæland
Guðný Drífa Snæland

Dóttir Tótu og Inga, eiginkona Einars Arnar, móðir Vernharðs Inga og Ragnars Sölva. Búsett á Héraðinu, brottfluttur Reykvíkingur. Starfandi leiðbeinandi í fæðingarorlofi.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Venni og afi
  • Sett inn 1.jan ´08 016
  • Sett inn 1.jan ´08 143

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband