27.10.2007 | 09:47
Langt í næsta sviðaát...
Ég er búin að röfla um það í fleiri fleiri daga að mig langi í svið. Allar auglýsingar um ný svið kveiktu hjá mér löngun í þennan dásemdarmat. Ég lét verða af þessu í gærkvöldi. Suð hér fullan pott af sviðum og mallaði með það sem þeim fylgir, kartöflumús og rófustöppu. Svo át ég... og át... og át... voða gott! En, í nótt og ennþá núna 15 tímum seinna er ég að drepast úr brjóstsviða og ef ég ropa kemur enn bragð af sviðum uppí mig Það er eiginlega ekkert sérstaklega gott! Það verður langt þangað til ég legg mér þennan eðal mat til munns aftur...
...en góður var hann
Um bloggið
Það held ég nú...
Tenglar
Hitt og þetta
- Hvernig er veðrið?
- Mogginn, ómissandi!
- Ljósmæðravefurinn gagnelgt fyrir þá sem þetta varðar!
Barnabloggin
- Alexander Freyr Örvarsson, frændi sona minna
- Sigurður Alex Sonur Sirrýjar og Sigurgeirs
- Anton Breki, bróðir Venna
- Hilmir Þór, bróðursonur minn Sonur Hafsteins og Eyrúnar
- Ragnar Sölvi, litli prinsinn minn Krúttið mitt
- Venni minn, frumburðurinn Yndislegastur
Blogg en ekki Moggablogg
- Gréta Aðalsteins Fellamær
- Ættarbloggið Brunnastaðaættin
- Ásta Þöll í Kóngsins Köben Yndisleg vinkona
- Strákarnir
- Sigríður sveitalúði
- Þórdís systir bestasta besta!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mmmmmmmm.... vá hvað ég væri til í vænan kjamma núna!!!
Gurra (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 15:29
Ég fæ nú bara gubbuna aftur í hálsin við þennan lestur Segi nú bara svona, kvitt kvitt fyrir lesturinn
Helga Dögg (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 16:42
Þú manst þetta með gullna meðalveginn næst Guðný Drífa mín!!! Svið eru æði - í hófi....
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 28.10.2007 kl. 19:58
MMM Ég elska svið
Helga Dóra, 29.10.2007 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.