Loksins!

Það kom að því að ég fengi lengra vetrarveður en 2 daga! Hér fullt af snjó enda búið að snjóa síðan á fimmtudag, í dag e svo frost og þoka. Verð að viðurkenna að mér finnst þetta yndislegt.

Við erum að fara að flytja, erum búin að kaupa okkur hús á Teigabóli (í sveitinni!) sem er fokhelt svo það er mikil vinna framundan. Ætlum að leigja í Holti til að byrja með en það er næsti bær við Teigaból. Ég á alveg eins von á því að fara þangað í vikunni en það fer efir vinnunni hjá Einari. Þann dag sem hann þarf ekki að vinna verður fenginn bíll og flutt! Þar með verð ég lögleg sveitakona LoL

Annars er lifið rólegt og yndislegt hjá mér, er bara heima að dóla mér með lillanum og svo báðum pjökkunum mínum eftir að sá eldri kemur heim. Mér finnst tíminn alltof fljótur að líða enda er Ragnar Sölvi orðinn 8 mánaða! Ég fer reyndar ekki að vinna aftur fyrr en í endaðan júlí en miðað við tímann hingað til þá er ekki langt þangað til...

Þorrablótið á laugardaginn var GEGGJAÐ!!!! 3ja blótið mitt hér og það laaaaaaang besta. Við erum í nefnd á næsta ári og ef við eigum að halda þessari gleði við þá bíður okkar mikil vinna á næsta ári.

Farin að eta kjetsúpuna síðan í gær... Ekkert saltkjet hér í dag...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að koma í heimsókn í sveitina til ykkar 

Gurra (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 11:24

2 identicon

Mmmmm...kjotsupa..

Thordis (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 04:35

3 identicon

Bara að kvitta fyrir lesturinn

Helga Dögg (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Það held ég nú...

Hver?

Guðný Drífa Snæland
Guðný Drífa Snæland

Dóttir Tótu og Inga, eiginkona Einars Arnar, móðir Vernharðs Inga og Ragnars Sölva. Búsett á Héraðinu, brottfluttur Reykvíkingur. Starfandi leiðbeinandi í fæðingarorlofi.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Venni og afi
  • Sett inn 1.jan ´08 016
  • Sett inn 1.jan ´08 143

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband